Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 46
36
BREIÐFIRÐINGUR
ei, þó oft væri verið að gá, og var það lán vegna blessaðs
blinda mannsins, en aldrei heyrðist æðruorð frá honum.
Loksins eftir langa bið sást bátur koma og þræddi hann
eftir vök, sem komið hafði í ísinn, og áfram var barizt, þar
til loks var lent í eyðieyju, var svo síðla dags hægt að koma
bátnum upp á ísinn og draga hann eftir honum heim. Og
undir kvöldið kom fólkið, urðu þá fagnaðarfundir, eftir
hina löngu fjarveru. Lét Herdís verða sitt fyrsta verk að
hlúa að 9 vikna, hröktum ferðamanni. Nokkru seinna tók
hún annan dreng af dóttur sinni fátækri og voru þessir
drengir báðir hjá henni fram yfir fermingu. Hana þurfti
ekki að iðra þess að hafa tekið þá, því að báðir reyndust þeir
henni vel. Margt mætti fleira telja af góðverkum hennar,
en hér skal nú staðar numið, enda vildi hún ekki láta halda
því á lofti, sem hún gerði gott. Tvo syni sína missti Herdís,
á sínum efri árum. Hún flutti alfarin úr Akureyjum 1923,
til yngstu dóttur sinnar Unnar Sturlaugsdóttur og manns
hennar Björns Guðbrandssonar. Minntist hún hans alltaf,
sem einhvers hins bezta heimilisföður. Dótturbörn henn-
ar voru henni ákaflega góð og þótti henni jafn vænt um
þau og sín eigin. Henni féll aldrei verk úr hendi og öll
hennar vinna auðkenndist af vandvirkni.
Herdís var sama sem blind síðustu árin og síðustu mán-
uðina var sjónin alveg farin, var hún þá sjúk og rúmliggj-
andi. Nú er sæti hennar autt og verður seint skipað. Það
mun dótturinni finnast, sem hún var lengst með, því hún
var henni svo kær. Herdís þráði heitt að mæta ástvinunum
hinu megin, sem hún átti þar orðið svo marga. Blessuð sé
minning hinna góðhjörtuðu breiðfirzku hjóna. Mun minn-
ing þeirra lengi lifa í hjörtum þeirra, sem unna kærleiks-
ríkum góðverkum.
Það hefði vel farið á því að Breiðfirðingar hefðu á ein-
hvern hátt minnzt þeirra.