Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 52
42
BREIÐFIRÐINGUR
Þótt ég persónulega eigi mér endurminningarnar frá
benskuárum mínum í Skáleyjum, sem alveg sérstaklega
varða hjartahlýleika og skilningsríkt viðmót Kristínar
frænku minnar, þá var þó skaphöfn hennar ekki fyrst og
fremst af þeim toga spunnin, sem einkenndist af ástúð. Að
vísu hafði hún yndi af að hafa börn í kringum sig. Og eng-
in jólahátíð æsku minnar leið svo, að hún ekki byði öllum
Skáleyjarbörnum og raunar öllu fólki í Skáleyjum til dýrð-
legrar veizlu með súkkulaði, sætum kökum og íslenzku jóla-
I tré, en alla jafna bar af viðhorfi hennar, minnsta kosti í
garð þeirra, sem ekki voru henni því nákomnari, blæ tempr-
aðs hlutleysis. Sumir sögðu jafnvel að hún ætti til, að vera
köld í svörum. Slíkt má vera sannmæli, en hitt er víst, að
hún var dauðtryggur vinur vina sinna. Eg þóttist skilja það,
þegar ég eltist, hve mjög henni brá til hinna svipmestu
norrænu, kvenlegu sálgerða Islendingasagnanna: hún hefði
hvorki verið líkleg til að vægja fyrir Hallgerði né heldur
að skilja Njál eftir einan í eldinum. Hún var kona traustrar,
sterkrar og glaðværrar skapgerðar. Ef til vill kom geðstyrk-
ur hennar einna skýrast fram þegar hún missti Ingveldi
dóttur sína. Þeir einir, sem voru því kunnugir hve heitt
hún unni þessu barni sínu og hve innilega samrímdar þær
mæðgur voru, fengu kannske aðeins rennt í það grun, hversu
sárum harmi tilfinningalíf hennar hlaut þá að vera slegið.
Fyrir augum ókunnugra var ró og festa og hressilegt viðmót
aðall hennar eftir sem áður. Annars er ekki ólíklegt, að
hún á þessu erfiða tímabili, hafi fundið sjúku móðurhjarta
sínu nokkra bót meina í umönnum fyrir þeim fósturbörnum
sínum, sem hún átti eftir að koma til þroska. Og segja mætti
mér, að sá kapituli, ef skrifaður væri, mundi einn út af fyr-
ir sig nægja til að bregða óvenjulegu hlýju og björtu ljósi
á sögu hennar.
Það,semkunnugum fannst einkenna hana hvað bezt, eink-