Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 22
12
BREIÐFIRÐINGUR
ureyjum, hluti af Skarðs eigninni, benda allar líkur til, að
það hafi einmitt verið Sviðnur er eyjarnar lágu undir. Það-
an hafi þeim verið gefið nafn, og nefnd Suðurlönd, til að-
greiningar frá heimalöndunum þar. — Frá Skarði var ekki
hægt að kalla eyjarnar Suðurlönd í upphafi, því þær liggja
í norðvestur þaðan og langt úti á firði. — En auk þess sem
Suðurlöndin liggja í hátt suður frá bæjareynni í Sviðnum,
er styttra í þau þaðan en frá nokkru öðru byggðu bóli, og
grunnsævi meira þar í milli en annarra nærliggjandi eyja.
En grynningar og grunnsævi munu oft hafa ráðið meira um
skiptingu landa milli byggðra eyja á Breiðafirði en fjar-
lægðin.
En hvernig og hvenær Suðurlöndin hafa orðið viðskila
við Sviðnur er ekki gott að segja. En líklega hefur það orð-
ið í arfaskiptum. Líka gæti það hafa átt sér stað, að sá hafi
einhverntíma verið eigandi Sviðna, er ekki þóttist of ör-
uggur um himnaríkisvist sína eftir dauðann, og hafi hann
því gefið kirkjunni á Skarði hluta af eign sinni sér til sálu-
hjálpar, og séu þær því ein af hinum svokölluðu kerlingar-
gjöfum er ýmsar kirkjur auðguðust allvel af á sínum
tíma. Fleira gæti þó komið til greina.
2.
Sviðnur koma snemma við sögu. Þess er getið í gömlum
sögnum, að Hallsteinn landnámsmaður á Hallsteinsnesi í
Þorskafirði, hafi sent þræla sína, skozka, til saltgerðar í
eyjar á Breiðafirði. Honum þótti þeim dveljast við verkið.
Og þegar þeir ekki skiluðu sér á réttum tíma, hratt hann
fram skútu sinni, leitaði þeirra, og fann þá loks sofandi í
eyjum er síðan heita Svefnevjar, og nú eru stórbýli í
Flateyjarhrepp. — Þrælalág heitir enn örnefni í túninu í
Svefneyjum, þar sem þrælarnir sváfu, er harðstjórinn kom
að þeim, og kunnugir þykjast enn sjá móta fyrir saltþrón-