Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 37
PABBI
I föðurgarði hlotnaðist mér fyrirmynd að sjá,
sem fágœtt er að kynnast, og landið naumast á.
En hún var í því fólgin að leggja liðsemd bjarta,
og láta verkin tala frá mannkœrleikans hjarta.
Og hún var í því fólgin er hrósar sérhvert land:
Að heimilið sé prýði og farscelt hjónaband,
að séu á einu tryggðabandi húsbœndur og hjúin,
að hjörtun stjómi gerðum, — þá verður enginn lúinn.
Og hún var í því fólgin að fjarlcegja hvert mein,
í fórnarlund, sem orkar að gera mjúkan stein,
í framkomu sem yljar ,ef frost vill leita í barminn,
í föðurlegri samúð, sem réttir veikum arminn.
Og hún var í því fólgin að bera bros á vör
og bjóða viðmótshlýju þótt erfið reyndust kjör.
Og hún var eins og glóey, er sendir geisla sína
þótt svalur blási Norðri, svo loftið fer að hlýna.
Og hún var í því fólgin að gera frœgan garð
að góðvild, samúð, lipurð svo héraðskunn hún varð.
Að hlúa vel að gesti, að gefa jafnan snauðum,
af grunni hjartans reyna að létta flestum nauðum.
Og hún var í því fólgin að bjóða beztu ráð
að brýna fyrir mönnum að sýna mestu dáð.
Að lýsa þeim er vonsvikinn látinn ástvin tregar,
ef leiðin reynist ógreið, að segja rétt til vegar.
Og hún er í því fólgin að elska gegnum allt,
á almœttið að treysta, þó gerist hjólið valt.
Og hún skal vera hvötin hin góðu verk að vinna
og vera jafnan heiðruð í minning bama þinna.
B. Hákonar.