Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 93
BREIÐFIRÐINGUR
83
að rugla skáldið í ríminu. — Grönn og gelgjuleg, eins og
hún hafi ekki enn náð fullum þroska, blökk af veðrum og
sól, með hendur í skauti, situr hún hér í hólbrekkunni og
horfir sínum fjarhyglu, huldu augum út á blárökkvuð
eyjasundin, stöðugt á valdi þess ljóðs, sem ekki hefur látið
hana í friði síðan í morgun, að hún var að fara undir æðar-
kollu inni á Setuskeri. En því miður virðist þetta ekki ætla
að leiða til annars en andvöku og vandræða.
Þetta ljóð, því er nefnilega þann veg farið, að það er eins
og því sé misboðið með sérhverju orði. Þegar það loksins
er búið að veita viðtöku svásum vindum, unaðsblíðum golu-
þyt og munsvölum austanstraumum, þá er eins og afgangur-
inn sé fokinn út í þúfur. Það er eins og þetta ljóð geri kröfu
til einhvers alveg sérstaks máls, sem ég gæti þó bezt trúað
að væri hvergi til, eða ef það er til, hvar í fjandanum er það
þá? svo maður láti það nú eftir sér, að bölva dálítið úr því
að enginn er viðstaddur nema guð. Annars er það bara
kjánaskapur þetta bardús við rímaða leirveltu úti í svona
fallegu rökkri. Maður á ekki að anza svona áráttu en koma
sér bara til kojs for satan, eins og hann Ingólfur minn and-
arnefjubani segir þegar vel liggur á honum.
Loksins dirrar ein kría og úr löngum fjarska berst hægur
sjávarniður.
En stúlkan er enn á valdi hugsana sinna: Það er hvorki
tneira né minna en hroðalegasta geðveiki, að þreyta í sér
hugann úti í svona yndislegu lágnætti. Maður á auðvitað að
leyfa sálinni í sér að sameinast rökkurverunni án allra heila-
hrota, þessari flauelsmjúku, bláu eilífð, sem eitt andartak
hefur staðnæmzt í hinum lágu eyjum til að greiða hár sitt
frammi fyrir speglum sundanna. Kannski líður manni aldr-
ei verulega vel, fyrr en á því augabragði, sem hugsunin hætt-
Jr en hjartað verður eitt með himninum og jörðinni. Það er
líkast því og horfa inn í andlit vinar síns meðan hann les