Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 28
18
BREIÐFIRÐINGUR
En svo undarlega brá við, að venjulega voru stærstu
iSteinarnir koranir í bryggjurnar og veggina að morgni, þeg-
ar drengirnir og aðrir heimilismenn komu á fætur. Olafur
hafði þá fært þá til og hlaðið úr þeim, meðan vinnumenn
hans sváfu. Eins og sést á því, sem að framan er sagt og al-
kunnugt var, þá var Olafur hverjum manni lagvirkari og
hagsýnni við verk, og reyndi að notfæra sér þá litlu verk-
tækni, sem þá þekktist, og hann átti kost á að kynna sér.
Fyrir því bjó hann til svokallaðan „dúnkraft“ og kallaði
„húskarlinn“ sinn. Þann „húskarl“ notaði hann mikið við
byggingar á görðum og bryggjum.
Af þessu og ýmsu öðru, sem ekki verður tínt til hér, fékk
Ólafur það orð á sig, að hann væri ekki allur þar sem hann
! væri séður, jafnvel, að hann væri göldróttur, enda mun
hann hafa verið ættaður af Vestfjörðum.
Á bergveggnum við lendinguna — Kastalanum — stend-
ur heljarmikil varða eða útsýnisturn, hlaðin úr grjóti. Hún
er tvisvar sinnum þrír metrar á kant og þrír metrar á hæð.
Hlaðin eins og hústóft að neðan í rúma mannhæð, svo nota
má þann hluta hennar fyrir hjall. Þá er þakið vfir með stór-
um hellum, og þar á ofan hlaðin varða af venjulegri gerð,
þó í gildara lagi. Upp af henni kemur svo grindverk úr tré,
til að verjast því, að menn féllu út af henni, ef gengið var
þangað upp til að njóta útsýnisins.
Eins mátti klifra upp í grindurnar, að minnsta kosti á
meðan þær voru ófúnar, ef menn vildu sjá betur yfir, eða
„of heima alla“ eins og úr Hliðskjálf forðum.
Varðan er að einu og öllu hin mesta dvergasmíð, og munu
þeir ekki vera margir, sem komið hafa í Sviðnur, án þess að
hafa skoðað hana og litið úr henni yfir nágrennið.
Þessa vörðu hlóð Olafur til að bæta upp útsýnið frá nýja
bænum, sem ekki var eins mikið og á Fornabæjarhólnum.
Úr vörðunni sést vel yfir alla landareign Sviðna og mikið
fe