Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 14
4
BREIÐFIRÐINGUR
gjalda — og mennirnir geta ekki komizt hjá því, að endur-
g'alda henni öll þau gæði, er hún lætur þeim í skaut falla á
þessu blessaða landi. Það eru þeir nú sem óðast að koma
auga á.
Það er eitthvað heillandi og laðandi við Breiðafjörð.
Hvergi hef ég séð meiri fegurð, á okkar kæra landi — hvergi
séð eins fallega liti á láði og legi við sólarupprás og sólar-
lag sem þar. Víða er seiðmagn íslenzkrar náttúru svo sterkt,
að það er sem maður heyri æðri óm í þögninni — maður
verður eitt með náttúrunni. Þetta seiðmagn er ekki hvað
sízt við Breiðafjörð.
Fyrsti maðurinn, sem kom hingað til lands með kvikfén-
að og ætlaði að verða bóndi hér, settist að við Breiðafjörð
— að því er sagnir herma. Hann hét Flóki Vilgerðarson og
var frá Noregi. Flóki frétti að fundið væri land norðvestur
í höfum og ásetti sér að flytja þangað. Hann var trúmaður
— eins og flestir landar hans — trúði, að til væru verur
æðri, máttkari og viturri en mennirnir, þessum máttarvöld-
um færði Flóki fórnir, áður en hann lagði af stað út á
hafið áleiðis til hins ólcunna lands, þar sem hann ætlaði að
eyða því, sem eftir væri ævi sinnar. Eftir margra daga sigl-
ingu kom Flólci upp að suðaustur horni Islands. Flann sigldi
vestur með suðurströndinni, fyrir Reykjanes og inn á Faxa-
flóa og áfram hélt hann þar til inn á Breiðafjörð kom.
Hvað var það, sem kom Flóka til að fara fram hjá gróður-
sælustu sveitum þessa lands — Suðurlandsundirlendinu.
Var það seiðmagn það sem Breiðifjörður og fjöllin um-
hverfis hann hafa, eða voru það hin ósýnilegu máttarvöld
sem vísuðu honum á þennan stað, sem þann bezta að búa á?
— Enginn veit það, en hitt er víst, að Flóki staðnæmdist
ekki fyrr en í Vatnsfirði.
Búskapur Flóka gekk ekki vel, þótt ekki væri það hcrað-
inu að kenna, en þrátt fyrir ófarir hans, leið ekki á löngu