Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 29
BREIÐFIRÐINGUR
19
lengra, eða svo langt um Breiðafjörð sem augað eygir. T. d.
sést þaðan til fimm kirkna: Að Skarði, Reykhólum, Stað,
Flatey og Brjánslæk. En ekki hvað sízt mun Olafur liafa
hlaðið vörðuna, til að geta séð sem bezt á selaskerin sín.
Eins og gengur kom það fyrir, að veiðiþjófar heimsæktu
selabyggðina, en þeim vildi Olafur mjög gjarnan bægja frá
löndum sínum, og sparaði til þess hvorki tíma né fyrirhöfn.
-— Honum þótti vænt um selinn, enda veitti hann honum
niikla björg í bú. Eitt skerið, þar sem uppidrápið var einna
mest, var mjög óslétt, djúpar gjár milli hálla hleina. Gjót-
urnar fyllti hann upp með grjóti, svo kóparnir færu sér ekki
að voða í þeim meðan þeir voru litlir og ósjálfbjarga. Grjót-
ið varð hann að flytja að á bát. Og svo var umgengnin góð,
að ekkí vildi hann að menn gengi örna sinna á skerjunum.
„Selurinn vill ekki mannaþef í bælum sínum, hræin mín,“
sagði hann.
Með svipuðum hætti efldi hann önnur hlunnindi í Sviðn-
um. Það sagði mér gömul kona, er í æsku dvaldi á heimili
hans, að marga vornóttina vekti hann við að gera kollunum
hreiður meðfram túngörðum og bæjarhúsum. Og svo spak-
ur var fuglinn í vörinni, að hrogn og lifur át hann úr hendi
hans.
Kindur sínar lét hann jafnan liggja við opið. Þær voru
ekki margar fyrstu árin, en svo fallegar og vel hirtar, að
þær þóttu hera af öðru fé í eyjunum. Smalamennsku ann-
aðist hann sjálfur, nótt og dag um stórstraumana. Jafnan
gekk hann við stóran og sterkan broddstaf í þeim ferðum,
eftir að hann tók að eldast. — Einu sinni var það, aðfara-
nótt sunnudags, að hann fór út að gæta að kindunum. Hann
var óvenjulengi að því sinni. Enn þegar hann loks kom
heim, var hann allmjög þrekaður, blár og marinn, en staf-
urinn brotinn. — Hann var sagnafár um það sem fyrir hafði
komið um nóttina. En þegar hann fór að lesa lesturinn á