Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 29

Breiðfirðingur - 01.04.1954, Page 29
BREIÐFIRÐINGUR 19 lengra, eða svo langt um Breiðafjörð sem augað eygir. T. d. sést þaðan til fimm kirkna: Að Skarði, Reykhólum, Stað, Flatey og Brjánslæk. En ekki hvað sízt mun Olafur liafa hlaðið vörðuna, til að geta séð sem bezt á selaskerin sín. Eins og gengur kom það fyrir, að veiðiþjófar heimsæktu selabyggðina, en þeim vildi Olafur mjög gjarnan bægja frá löndum sínum, og sparaði til þess hvorki tíma né fyrirhöfn. -— Honum þótti vænt um selinn, enda veitti hann honum niikla björg í bú. Eitt skerið, þar sem uppidrápið var einna mest, var mjög óslétt, djúpar gjár milli hálla hleina. Gjót- urnar fyllti hann upp með grjóti, svo kóparnir færu sér ekki að voða í þeim meðan þeir voru litlir og ósjálfbjarga. Grjót- ið varð hann að flytja að á bát. Og svo var umgengnin góð, að ekkí vildi hann að menn gengi örna sinna á skerjunum. „Selurinn vill ekki mannaþef í bælum sínum, hræin mín,“ sagði hann. Með svipuðum hætti efldi hann önnur hlunnindi í Sviðn- um. Það sagði mér gömul kona, er í æsku dvaldi á heimili hans, að marga vornóttina vekti hann við að gera kollunum hreiður meðfram túngörðum og bæjarhúsum. Og svo spak- ur var fuglinn í vörinni, að hrogn og lifur át hann úr hendi hans. Kindur sínar lét hann jafnan liggja við opið. Þær voru ekki margar fyrstu árin, en svo fallegar og vel hirtar, að þær þóttu hera af öðru fé í eyjunum. Smalamennsku ann- aðist hann sjálfur, nótt og dag um stórstraumana. Jafnan gekk hann við stóran og sterkan broddstaf í þeim ferðum, eftir að hann tók að eldast. — Einu sinni var það, aðfara- nótt sunnudags, að hann fór út að gæta að kindunum. Hann var óvenjulengi að því sinni. Enn þegar hann loks kom heim, var hann allmjög þrekaður, blár og marinn, en staf- urinn brotinn. — Hann var sagnafár um það sem fyrir hafði komið um nóttina. En þegar hann fór að lesa lesturinn á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.