Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 113
103
BREIÐFIRÐINGUR
skeiði ævinnar, við glaum og allsnægtir í framandi landi,
kvað liann:
„I hallarglaum var mitt hjarta fátt.
Hreysið ég kaus, með rjáfrið lága.“
Gaman hefði verið að sjá konuna, sem býr hér og veitti
skáldinu nábjargirnar, — en nú er ekki tími til neins.
Næsti bær er Stakkavík, og er enn langt á milli bæja.
Umhverfið gróðurlítið hraun. Þá tekur við Hlíðarvatn.
Stórt vatn, með smáhólmum skammt undan landi og grasi-
vöxnum bökkum. Fallegt umhverfi. —- Ætla mætti að þarria
væri mikið og fjölbreytt fuglalíf, en svo virtist ekki. Fá-
einar kríur sveimuðu yfir hólmunum, en vatnafuglar sáust
engin Veldur þessu sennilega minkurinn, sem nú hefur tek-
ið sér bólfestu við flest eða öll vötn á sunnan- og vestafl,-
verðu landinu. — Miklu hefur Island orðið að fórna vegn^
gróðabralls — manna sinna og skammsýnna fpringja. .j .
Við norðurenda Hlíðarvatns er eyðibýli, er förunautat:
mínir héldu að héti Hlíð. Þar stóðu nokkrir þílar og spíg:
sporaði margt fólk um rústirnar. — Skyldi einhver í Jiópn-
um vera að hugsa um að endurreisa byggð þarna? Það:væj:j
fallega gert. Hvað skyldi annars vera langt þangað; til,; að
fólkið í kaupstöðunum fer að hópast út í sveitirnar til.að
velja sér bæjarstæði og landið byggist á ný? — Ekki er gott
að gizka á það. En margir vita, að öll framtíð þjóðarinngr
er í sveitunum. „
Hlíðarvatn er skammt frá sjó og hefur afrenn-li út i
Selvog, Við ósa þess stendur hið fornfræga höfuðból Vogs-
ósar. — Þar bjó á sinni tíð einhver allra skemmtilegasti
galdramaður, sem um getur í íslenzkum þjóðsögum, — *éra
Eiríkur í Vogsósum. Þar blasa nú við vegfarendum sjóraj;
°g reisulegar byggingar, vel málaðar. Og eftir að vita þó