Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 100
90
BREIÐFIRÐINGUR
Hafnargerð í Rifi.
Þetta er mikið mannvirki, þótt aðstaða til hafnargerðar
sé að mörgu leyti góð. Munu enn líða nokkur ár, þar til
ha°nargerðinni er að fullu lokið. Fyrst verður reynt að
fullgera hluta af höfninni, til þess að stórir vélbátar geti
athafnað sig á vetrarvertíð. Þegar höfnin í Rifi er fullgerð
og góður bílvegur kominn framan undir jökli að Hellis-
sandi, rennur upp nýr landnámstími yfir utanvert Snæfells-
nes. — Þá munu byggjast eyðijarðir að nýju, og fólkið, sém
nemur landið, mun búa við betri lífskjör, en þeir sem áður
bjuggu þar.
Birtir yfir Olafsvík og Hellissandi.
A þessu ári mun lokið virkjun Fossár, og ljós, ylur og
aflvaki streyma með rafleiðslunum til þessara kauptúna,
sem búið hafa áður við skarðan hlut með lífsþægindi, en
unnið vel fyrir þjóðarbúið að öflun verðmæta úr sjónum.
Er Olafsvík með mestu athafnakauptúnum landsins hin síð-
ustu ár, og hefur afli reynzt óbrigðull, eins og á uppgangs-
árunum eftir aldamótin. Virkjun Fossár mun flytja þessum
afskekktu kauptúnum nýtt líf, og hvetja íbúana til nýrra
framkvæmda og dáða.
Grafarnes.
Ibúatala á Snæfellsnesi mun hafa nær því staðið í stað
síðasta áratuginn, en er nú að aukast. — En á þessum ára-
tug, sem íbúatalan hefur verið nær því óbreytt, hefur þó
orðið fólksfjölgun í Ólafsvík, Grafarnesi og Stykkishólmi.
Er Grafarnes nýtt og vaxandi kauptún við Grundarfi;í»-ð.
Er þaðan skammt á fiskimiðin og aðstaða góð fyrir vél-
b^ta. — En nýju landnámi fylgja mörg verkefni. sem ekki
verða framkvæmd á einum áratug. Þarna vantar margt,
sem ekkert kauptún getur án verið. Má þar nefna kirkju og