Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 108
§8 BREIÐFIRÐINGUR
þarna uppi í hvosinni til vinstri, heitir Hvalevrarvatn, en
fellið fyrir ofan, með vörðunni á hábungunni, er Ásbúðar-
fell. — Þá vissi maður það.
í Landnámsbók segir svo:
„Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni
út frá firðinum og kölluðu þar Hvaleyri.“ —- Mörg eyrar-
totan hefur hlotið nafn af minna en heilum hval. En svo
virðist, sem Hvaleyri ætli ekki að kafna undir nafni. Þar eru
nú fagurgræn tún, stór og slétt, og eru þau vitanlega mörg-
um sinnum meira virði en eitt hvalhræ. — Hrafna-Flóki
kom við í Hafnarfirði eftir að hann hrökklaðist úr Breiða-
firði — við lítinn orðstír.
Og bílarnir þjóta áfram. Þegar kemur skammt suður
fyrir Hafnarfjörð, greinist vegurinn í tvennt. Liggur önn-
ur álman til Keflavíkur og Suðurnesja, en hin til Krvsuvík-
ur og lágsveita Suðurlands. Við höldum inn á Krýsuvíkur-
veginn — hinn marg um rædda. Ömurlegt hraunið tekur
við. — Kapelluhraun mun það heita. — Fátt virðist þar um
allt lifandi. Þó er nokkurn augnayndi að grámosaspildunum,
er þekja það á stykkjum. — Á einum stað hoppaði einmana
hrafn og rámur hettumáfur kring um rjúkandi sorphaug.
Hinir sírjúkandi sorphaugar í umhverfi flestra bæja hér
sunnanlands, eru annars ömurleg fyrirbriaði.
Krýsuvíkurvegurinn er góður og okkur sækist leiðin
fljótt. — Þegar dregur suður í hraunið, er okkur bent á
Fiallið eina. Hvað nafnið á fjallinu hljómar ömurlega en þó
fallega. — Það er eitthvað svo blessunarlega óhversdags-
legt, að tala um fjallið eina í þessu fjallanna landi. -— Brátt
erum við á Stóra- Vatnsskarði. Þaðan sést á hið geysi stóra
Kleifarvatn og meðfram því að vestanverðu, undir Sveiflu-
hálsi. Sveifluháls er þarna ljótur og hrikalegur, og hefur
. sums staðar orðið að sprengja kletta og klappir til að fá veg-
arstæðið, og sums staðar liggur vegurinn út í vatninu. Vest-