Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 17
BREIÐFIRÐINGUR
7
sen og Matthías Jochumsson, ennfremur Sigurð Breiðfjörð,
Herdísi og Olínu Andrésdætur, Theodóru Thoroddsen, Gest
Pálsson, Jónas Guðlaugsson, Lárus Thorarensen, Jóhannes
úr Kötlum og Jón frá Ljárskógum — svo að nefndir séU>
einhverjir af þeim sem þjóðkunnir eru.
Stefán frá Hvítadal má ég víst ekki telja með breiðfirzk-
um skáldum. Hann var ættaður úr Strandasýslu, fæddur
þar og uppalinn, en við Breiðafjörð dvaldi hann þó alllengi
og þar hafa eflaust mörg af hans yndislegu ljóðum orðið til.
Og síðast en ekki síst vil ég nefna hér Torfa Bjarnason,
skólastjóra í Ólafsdal. Honum var ljóst, eins og Eggerti
Olafssyni, að undir menningu bændanna væri viðreisn og
velmegun landsins komin, enda þjóðin þá nær eingöngu
landbúnaðarþjóð. Hann fór því ungur utan til að afla sér
þekkingar í því skyni að miðla öðrum af henni, er heim
væri komið. Enda byrjaði hann þegar eftir heimkomuna,
að kenna ungum mönnum og árið 1880 stofnaði hann
bændaskóla í Ólafsdal og hélt hann áfram í 27 ár, eða til
ársins 1907. Hann flutti hingað til lands landbúnaðarverk-
færi, sem ýmist ekki þekktust hér áður, eða þá í miklu
ófullkomnari mynd, endurbætti þau eftir íslenzkum stað-
háttum og kenndi mönnum að smíða þau. Og hann var
brautryðjandi á fleiri sviðum en í búnaðarmálum; verzl-
unarmálin lét hann einnig til sín taka og vann ötullega að
stofnun kaupfélaga og pöntunarfélaga.
Eg hef nú minnzt hér ýmissa merkra Breiðfirðinga, en
enn eru margir ótaldir, sem vert væri að minnast. Við
Breiðafjörð hafa fyrr og síðar verið mörg menningar- o£
myndarheimili, sem gaman hefði verið að minnast lítið eitt,
en tímans vegna verður þetta að nægja.
Margar fagrar sveitir eru umhverfis Breiðafjörð. Get ég
ekki látið alveg hjá líða að minnast á eina þeirra — sveit-
ina mína, — breiða, fallega dalinn, sem liggur til suðurs