Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 79
BREIÐFIRÐINGUR
69
hjá mér var, hinn mesti geðstillingarmaður. Var þetta kvöld
ekkert frábrugðið venjulegum kvöldum. En ekki höfðum við
sofið lengi, er við vöknuðum við geysilegan kipp, sem kast-
aði okkur báðum svo að segja fram úr „kojunum“. Biðum
við ekki boðanna, en vildum vita, hverju þetta sætti, en sízt
datt okkur þó í hug, hvernig komið væri. Guðbrandur var
það forsjálli mér, að hann var í peysu og buxum, en smeygði
sér nú í hvít stígvél, sem hann geymdi við rekkjustokk
sinn.
Eg var hins vegar alveg fáklæddur, en náði í nankins-
buxur, sem lágu við rúmið og fór í þær. Síðan þutum við
fram. En er í borðsalinn kom, var hann lokaður, af því að
veðrið hefði annars leikið um allt skipið.
„Hvar er þá hægt að komast út?“ spyr Guðbrandur. „Við
verðum að reyna að komast upp um „skælettið“ á eldhús-
inu, svaraði ég. Það verður víst eina leiðin. En er við kom-
um inn í eldhúsið slokknuðu öll ljós, en áður höfðu þau
öll logað fullri birtu.
Samt fundum við fljótlega eldhúsgluggann og komumst
þar út á augabragði. Gátu naumast verið meira en þrjár
mínútur frá því að við ultum fram úr og til þess, er við
vorum staddir úti á „bátadekkinu“ aftan við „brúna“.
Við greindum þarna nokkra menn, sem líktust þó meira
skuggum en mönnum, þar sem þá bar við roklöðrandi sjó-
inn í myrkrinu og storminum. Rokið var ægilegt og slyddu-
hríð, en frost var ekki, en þó nær frostmarki. Allir hrópuðu
á hjálp, en ópin drukknuðu í hamförum storms og nætur.
Og enginn tími gafst heldur til umhugsunar, né orðaskipta,
því varla vorum við fyrri komnir upp um „skælettið“, en
skipið valt af hliðinni og á hvolf. En ekki gerðist það hrað-
ar en svo, að flestir gátu hlaupið upp síðuna og á kjölinn.
Guðbrandur freistaði uppkomu, og ég á eftir. En ég sá
honum fatast hlaupið og sá hann hrapa niður. Gat vel greint