Breiðfirðingur - 01.04.1954, Blaðsíða 81
BREIÐFIRÐINGUR
71
vélum og sjófötum. Og það var gert sleytulaust. Ennfremur
flugumst við á og hreyfðum okkur eftir föngum, Og máttum
við aldrei gjöra hlé, þá fundum við kuldann læsast hærra
og hærra upp eftir líkamanum, eins og járnkrumlur, sem
engu taki slepptu.
Fyrst í stað rak hátinn fram hjá upplýstum skipum og
reyndum við þá að hrópa af öllum kröftum, en allt drukkn-
aði í veðurofsanum og brimgnýnum. Og bráðlega vorum
við komnir fram hjá öllum skipum og áttum nú allt undir
miskunn höfuðskepnanna, sem höfðu reynzt okkur grimrn-
ar og ónærgætnar. Fram undan var fjarðarmynnið, svo
Breiðifjörður og síðan opið haf.
En vindstaðan á íslenzkri vetrarnótt er oft fljót að snú-
ast og svo fór nú. Skyndilega og án þess að lægja skipti
stormurinn frá suðaustan og í suðvestur. Rak þá bátinn
fljótlega að skerjum og þar sat hann fastur um hríð. Reyndi
skipstjórinn og fleiri að fara út úr honum og ýta á flot, en
þær tiiraunir reyndust árangurslausar. En með aðfallinu
tókst skipverjum þó, að losa bátinn og bar hann af skerinu.
Vorum við þá á svonefndum Bárarskerjum, framundan
bænum Norður Bár í Grundarfirði. Rak bátinn fljótlega
að landi og tókum við nú að staulast upp í fjöruna, enda
komu nú menn frá næsta bæ, Suður-Bár okkur til hjálpar.
En raunalegt var um að litast í bátnum. Voru tveir okk-
ar félaga látnir af hrakningi eða áverkum, sem þeir höfðu
hlotið við sjóvolkið á leiðinni upp í bátinn. Af einum var
svo dregið að styðja varð hann af tveimur. En hinir gatu
að mestu gengið sjálfbjarga.
En löng fannst okkur leiðin heim að bænum. Aldrei hef-
ur mér fundizt nokkur leið lengri, en þó er þetta stuttur
spotti. A þessari leið lézt þriðji félagi okkar, þrátt fyrir aRt,
sem unnt var að gera og gert var honum til hjálpar.
Eftir stutta stund dreif að fólk úr nágrenninu, og aRar