Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 25

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 25
BREIÐFIRÐINGUR 23 hina á aðfalli og fá með því móti stöðugan rekstur. Mætti þá fá 80 millj. kwst. árlega úr Kolgrafarfirði, en 24 millj. kwst. úr Hraunsfirði. Orku þá, sem fengist frá þessum stöðum, mætti nota í sam- veitukerfi, þegar það væri komið um norðvesturland austan frá Vík með Vestmannaeyjum og Reykjanesi til Snæfells- ness og vestur í Dali, Strandir og í samstarfi við Sogsvirkjun- ina og Andakílsvirkjunina, þegar Þingvallavatn og Skorra- dalsvatn hafa verið tekin til vatnsmiðlunar. Það mætti og nota orkuna í sambandi við dælurafstöðvar frá stöðuvötnum á fjöllum uppi. Þá er og tilvalið að nota sjávarfallaorkuna til hitaveitu. Raforkunni frá sjávarfallastöðinni yrði þá veitt inn í sam- veitukerfið og tekin þaðan til hitageyma, sem hitaveitan síð- an miðlaði úr eftir hitaþörfinni. Auðvelt er að gera slíka geyma til að halda hita á vatni frá stórstraumi til smástraums og þannig fá fulla miðlun á alla sjávarfallaorkuna um hit- unartímann. Þessar hugleiðingar eiga að vekja athygli á því, að í sjávar- föllunum eigum við orkulind, en skortir næga vitneskju um frumskilyrði fyrir hagnýtingu hennar og þótt eigi megi búast við, að þessi orkulind verði hagnýtt í bráðina, getur vel til þess komið síðar. Það væri æskilegt, að gerðar yrðu mælingar á sjávarföllum inn Breiðafjörð og víðar, bæði um strauma og sjávarhæðir fyrir fjörðum og vogum svo og um tímafar öldunnar inn eftir þeim. Mælingarnar eru ekki kostnaðar- samar, ef byrjað er á þeim snemma og þeim haldið fram með hóflegum gangi. Það er ekki hægt að skilja svo við þetta mál, að ekki sé minnst á kjarnorkuna. Nú er kjarnorkunotkun til rafmagns- vinnslu að hefjast og heyrst hefur því spáð, að virkjun vatns- afls og sjávarfalla sé að verða úrelt. Þótt svo kunni að verða einhverntíma, er ekki komið að þvi enn. Við þurfum svo mjög

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.