Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 74
72
BREIÐFIRÐINGUR
að Höskuldareyjarselið hafi einnig staðið í Gautsstaðagróf,
þótt líklegra sé, að það hafi staðið þar sem skemmra var
til sjávar.
Kljársel: — Enginn veit nú með vissu, hvort selstaða hafi
verið á Kljá, né hvar þar hafi sel staðið. I lýsingu í jarðab.
A. M. stendur eftirgreind athugasemd ábúanda, sem var
kona: „Ábúandi segist heyrt hafa Kljá eiga engjatak nokkuð,
sem hann njóti ei fyrir ábúandanum á Staðarbakka. Hvar
í hann meinar vera selstöðu frá Kljá“. — Líklegt er, að þessi
orðrómur hafi haft við eldri sagnir að styðjast og að Kljá
hafi fyrr átt stórt selland, sem flestar aðrar jarðir, sem áttu
langt að sækja kjarnabeit fyrir búsmala. Á öllum tímum
hafa verið til menn, sem líklegir voru til þess að ásælast
góða landskika frá öðrum jörðum og einkum, ef við um-
komulítinn mótpart var að eiga.
Kongsbakkasel: I upplandi Kongsbakka, þar sem Hæðir
heita, eru þrjú melholt, sem öll eru kennd við sel. 1 nám-
unda við þau eru seltóftir á tveimur stöðum. Hvort hér hafi
verið tvö sel á sama tíma, er ekki vitað. En allar eru tóft-
irnar fornlegar. Vera má, að einhver þáverandi byggðaeyja
í Helgafellssveit hafi haft hér selland á leigu. Um selstöðu
á Kóngsbakka segir jarðabók Á. M. aðeins þetta: „Selstaða
í heimalandi“. Ekki þarf því að efa, að hér hafi verið í
seli haft, eins og örnefnið Selholt bendir til.
Berserkjahraunssel: — Vafalaust er að Berserkjahraun
átti selland sitt í fjalli, sem aðrar meiriháttar jarðir, er
áttu sér fjalland í nokkurri fjarlægð. Berserkjahraun átli
allmikið land í fjalli, eða frá landamerkjum Selvalla að
vestan og allt austur undir Kerlingarskarð að austan. Suður
um Vatnaheiði að landamerkjum Baulárvalla og Dala í
Miklaholtshreppi. Á síðari öldum var hjálendan Hraunsháls
byggð úr landi jarðarinnar með úrskiptu niðurlandi, en
sameiginlegu fjallendi. Jarðab. Á. M. segir svo um Ber-