Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
Þegar þeir fundust, kastaði eyjabóndi fram þessum vísu-
parti:
Eg kominn er með kvígur tvær,
hvorug nennir vinna.
Júlíus botnaði:
Búið lítið bæta þær,
ef báðum þarf að sinna.
Brynjólfur á Litlanesi.
Næst á undan Júlíusi bjó um langt skeið á Litlanesi
Brynjólfur Bjarnason. Var hann, á sínum tíma, engu síður
þekktur við vestanverðan Breiðafjörð fyrir kveðskap sinn,
heldur en Júlíus er nú.
Áður en Brynjólfur fluttist að Litlanesi, átti hann um
nokkur ára bil heima í Flatey. Þar var þá og Sæmundur bú-
fræðingur, sonur Bjarnar á Klúku í Bitru. Vínkærir voru
þeir báðir, Brynjólfur og Sæmundur; þeir voru og góðkunn-
ingjar. Eitt sinn fóru þeir á sunnudag, um það leyti er
messa stóð yfir, inn í heyhlöðu með eina flösku og „heilög-
um anda“, en góðir drykkjumenn nefndu vín svo í þá daga.
Þegar þeir voru að skríða inn í hlöðuna, kveður Brynj,-
ólfur, vel ánægður með líðandi stund.
Hér skulu drengir hafa bið,
hér er fenginn staður.
Sæmundur botnaði:
Hér má lengi hafast við
því hér er enginn maður.
Um hest, er Hvítingur hét, og var gæðingur mikill, kvað
Brynjólfur:
Hvítings gæði meta má
meira en klæðahrundir,