Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 82
30
BREIÐFIRÐINGUR
árg. ritsins ljósprentaðan á þessu liðna ári, en hann hafði
verið ófáanlegur árum saman. Svo að nú fæst ritið í heild
og er hin eigulegasta heimild um menn og menntir Breið-
firðinga síðustu tvo áratugina. Vildi ég hvetja sem flesta
félagsmenn til að eignast rilið allt, en það fæst með sæmi-
legum kjörum hjá Jóni Júl. Sigurðssyni og mun hann segja
ykkur nánar frá þessu.
Tala fullgildra félagsmanna mun vera nálægt 600 manns
og er félagið enn fjölmennasta átthagafélag landsins, að
því er ég bezt veit, og auðugasta. Vil ég eindregið hvetja
félagsmenn til að fá börn sín uppkomin með sér í félagið
og tryggja þannig áframhaldandi áhrif heiman að á hug
þeirra og hjarta. Mun það vænlegt til heilla og farsældar.
Eg þakka svo öllum, sem lagt hafa Breiðfirðingafélaginu
og hugðarefnum þess lið og fært því krafta sína á einn eða
annan hátt, en einkum þakka ég samstarfsmönnum mínum
í stjórninni, sem hver á sinn liátt hefur lagt sig fram til
samstarfs og framtaks af fórnfýsi og lipurð, sönnum félags-
anda og árvekni, svo að engan skugga ber á, þegar litið
er til baka.
Heill hverjum þeim, sem ber heiður og heiðríkju, festu
og tryggð breiðfirzkra byggða með sér, hvar sem að störf-
um er staðið, svo að hvarvetna megi segja um Breiðfirðing,
heima eða heiman: að liann sé drengur góður og vaxandi.
Á. N.
BREIÐFIRÐINGUR
TÍMARIT BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS
Ritstjóri: Rrtlíus Níelsstm, Sólheinium 17. Sími 33580.
Framkvænidarstjóri: Jón Júl. SigurSsstm, Lynghaga 18. Sími 22555.
V----------------------------------->
8