Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 31

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 31
BREIÐFIRÐINGUR 29 tilsagnar á því sviði, en dómbærir menn telja að myndir, sem hún málaði, beri vott um næman fegurðarsmekk og gott handbragð. Hún var yfirleitt hög í höndum á hverju sem hún tók. Mikið yndi hafði hún af fögrum bókmennt- um og las feiknin öll alla ævi. Las hún þó jafnan með góðri dómgreind og sóttist lítt eftir að kynnast verulega öðru en því, sem á einhvern hátt var fagurt eða til mann- bóta. Hún unni góðum kvæðum og dýrum sálmum, og átti hægt með að kasta fram stökum, ef hún vildi. Guðrún var einlæg trúkona í orðsins beztu merkingu. Vissi að vér sjáum nú aðeins brot af alheiminum og þekkj- um ekki nema fyrstu stafina í bók lífsins. Henni hló hug- ur við að kynnast síðar nýjum veröldum og fá lausn á vandamálunum. Hún tók því með fullum skilningi, er aðrir litu öðrum augum en hún á hlutina, áfelldist lítt breysk- leika meðbræðranna, en gerði sér far um að græða og bæta það, sem henni var unnt. Guðrún giftist á unga aldri Guðjóni Þorsteinssyni, síðar verzlunarstjóra í Olafsvík og á Sandi. Meðan samvistir þeirra stóðu, veitti hún forstöðu gestrisnis- og myndar- heimili, sem mjög var rómað. Ymsir erfiðleikar steðjuðu að henni á þeim árum, og stundum var ærið þungt fyrir fæti. En úr öllum mannraunum kom Guðrún jafnan enn göfugri og styrkari og ríkari af samúð með öðrum. Eins og blómjurtin brosir aldrei fegurri við sól en eftir skúrinn. Margir ágætir menn innlendir og tignir, erlendir gestir dvöldu lengur eða skemur á heimili frú Guðrúnar og báru jafnan sömu söguna, að þar var gott að vera. Skorti hvorki rausnarlegar veitingar né mikla skemmtan og margbreyti- lega. Ef tóm gafst og tækifæri á sumrum, fór Guðrún á hestbak. Sat hún fallega í söðli og kunni flestum betur að láta taumana leika svo í hendi sér, að klárinn bauð fram alla kosti sína. Einnig unni hún sjóferðum og stjórnaði frá

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.