Breiðfirðingur - 01.04.1957, Síða 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
Gall þá Stóri Koddi við og sagði, að skrímslið mundi
hafa étið hrútinn, þess vegna væri það spakt, því að sá
væri háttur sækinda, að éta yfir sig og leggjast svo á melt-
una. Skyldi nú Einar koma með, enda væri honum skyld-
ast að hefna hrútsins.
Ræddu menn nú um, hver fyrstur skyldi sækja að dýr-
inu. Bárust böndin helzt að Kodda. Sögðu menn hann
kjarkmann mikinn og dugandi.
Koddi sagðist ekki minnast þess, að sig hefði nokkurn
tíma brostið kjark á ævinni. Kvaðst þó hafa í mörgum ævin-
týrum lent. Meðal annars hefði hann lent í skipreika norð-
ur við Horn og í slag við 12 blindfulla herserki „ned i
Köbenhavn44. Mælti hann nú á dönsku um stund, máli sínu
til staðfestu.
Ekki höfðu menn almennt full not af dönsku Kodda,
þóttust þó margir fullfærir í því tungumáli, því að þá var
venja að tala dönsku á sunnudögum í Stykkishólmi.
Oskelfdur sagðist Koddi taka við forustunni, því að enn
væri kjarkur sinn óbrostinn. En það kvaðst hann hafa úr
Andrarímum og fleiri góðum bókum, sem hann hefði lesið
á dönsku, að venja hefði verið að drekka stríðsöl áður en
lagt var til orustu. En eins og allu rherinn vissi, væri ekki
fært fyrir dýrinu að ná dyrum á Clausensbúð. Skyldi því
haldið til Richter faktors hjá Gramshandel og heimta af
honum brennivín.
Allir guldu jákvæði við máli hans.
Ekki þótti ráð að hafa Landsynning með í förinni, því
að dýr væru lyktnæm, ef vindur stæði á þau.
Var nú Jón frændi, sem var liðþjálfi ágætur, látinn
reka erindi þetta.
Ricther brást vel við málaleidan Kodda um stríðsölið.
„Ja, nethob, gói minn,“ sagði hann. „Clausen skal betala.'4
Brá hann sér nú í búðina, renndi á byttur stórar af