Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 54

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 54
52 BREIÐFIRÐINGUR Júlíus hefur sýnt „Breiðfirðingi“ þá vinsemd að senda honum kveðskap eftir sig. Ekki leyfir rúmið, að allt sé birt að þessu sinni. Englandsförin. — Rœndu valdsmennimir. Árið 1910 í október voru Snæbjörn Kristjánsson Hrepp- stjóri í Hergilsey og Guðmundur Björnsson sýslumaður í Barðastrandasýslu á leið til Stykkishólms með flóabátnum Varanger. Sáu þeir þá hvar brezkur togari var að veiðum í landhelgi skammt frá Stagley. Fóru Snæbjörn og sýslu- maður um borð í togarann og skipuðu skipstjóra að sigla til Flateyjar. En skipstjóri sinnti því engu og sigldi með valds- mennina til Englands. Er þeir félagar réðust til uppgöngu á togarann, reyndu skipsmenn að varna þeim uppgöngu og reiddi einn þeirra exi að sýslumanni. En Snæbjörn greip brot af járnstöng og kom sýslumanni til hjálpar. Hurfu skips- menn þá frá, þar sem þeim hefur víst ekki þótt Snæbjörn árennilegur, og höfðu þeir eftir þetta meiri beyg af sýslu- manni og Snæbirni en þeir af skipverjum. Skipstjóri var sviptur skipstjórn, þegar til Englands kom, og andaðist hann svo, áður en dómur féll í málinu. Heim komu þeir sýslumaður og Snæbjörn með einum af togurum Thors Jensens. Rögnvaldur, föðurbróðir Snæbjarnar, hinn góðlyndi og orðheppni maður, dvaldi í Hergilsey hjá Snæbirni síðari hluta ævinnar. I brag þeim, sem hér fer á eftir, lætur Júlíus Rögnvald spjalla við „sýsla“ eftir heimkomuna: Sælir frændi og fóstri minn, fagna ég ykkur glaður, heil með beinin heimkomin, heyrðu, sýslumaður.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.