Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 34

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 34
Eggert Eggertsson frá Bíldsey Hinn 14. janúar lézt í Reykjavík Eggert Eggertsson fyrrum bóndi í Bíldsey á Breiðafirði. Lét þar úr höfn góður drengur og vinmargur. Mér reyndist hann tryggur vinur og nábúi í 15 ár. Hann neitaði aldrei um neina bón, ef hann gat úr bætt. Og marga gleðistund hef ég lifað á heimili þeirra hjóna, Kristínar Guðmundsdóttur og Eggerts Eggertssonar. Eggert var maður glaðvær, bæði á heimili og í vinahópi, þar sem mannfagnaður var. En eitt var tilskilið, ef hann átti að njóta sín: Það var, að nokkurs hófs væri gætt. Vínguð- inum var hann fremur fráhverfur. Gat þó glaðzt með mönn- um, sem höfðu vín um hönd með nokkurri hófsemi. Klúrt orðbragð og ruddaskap í neinni mynd gat hann aldrei þolað. Minni hafði hann mjög gott og var fróður í persónu- sögu, mundi fæðingarár og daga margra, merkra manna, prófeinkunnir þeirra í skóla, hnittileg tilsvör og fleira. Andlegum málum sinnti hann talsvert og var sannfærður spíritisti, enda hafði hann dulreynslu talsverða. Um þá hlið á lífi Eggerts veit ég minna. Það var eins og hann sýndi mér þar dálitla tortryggni, þótti ég víst of vantrúaður. Á veraldlegan mælikvarða var hann góður þegn og var með hinum hærri gjaldendum í bændastétt hér í hreppi, þótt hann byggi á litlu ábýli, þar sem aldrei höfðu setið neinir ríkismenn. Hann var enginn atorkumaður við líkam- lega vinnu, en var þó efnabóndi. Ber það fagran vott um hyggindi hans og ráðdeild. Hann stundaði aðeins landbúnað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.