Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 34

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 34
Eggert Eggertsson frá Bíldsey Hinn 14. janúar lézt í Reykjavík Eggert Eggertsson fyrrum bóndi í Bíldsey á Breiðafirði. Lét þar úr höfn góður drengur og vinmargur. Mér reyndist hann tryggur vinur og nábúi í 15 ár. Hann neitaði aldrei um neina bón, ef hann gat úr bætt. Og marga gleðistund hef ég lifað á heimili þeirra hjóna, Kristínar Guðmundsdóttur og Eggerts Eggertssonar. Eggert var maður glaðvær, bæði á heimili og í vinahópi, þar sem mannfagnaður var. En eitt var tilskilið, ef hann átti að njóta sín: Það var, að nokkurs hófs væri gætt. Vínguð- inum var hann fremur fráhverfur. Gat þó glaðzt með mönn- um, sem höfðu vín um hönd með nokkurri hófsemi. Klúrt orðbragð og ruddaskap í neinni mynd gat hann aldrei þolað. Minni hafði hann mjög gott og var fróður í persónu- sögu, mundi fæðingarár og daga margra, merkra manna, prófeinkunnir þeirra í skóla, hnittileg tilsvör og fleira. Andlegum málum sinnti hann talsvert og var sannfærður spíritisti, enda hafði hann dulreynslu talsverða. Um þá hlið á lífi Eggerts veit ég minna. Það var eins og hann sýndi mér þar dálitla tortryggni, þótti ég víst of vantrúaður. Á veraldlegan mælikvarða var hann góður þegn og var með hinum hærri gjaldendum í bændastétt hér í hreppi, þótt hann byggi á litlu ábýli, þar sem aldrei höfðu setið neinir ríkismenn. Hann var enginn atorkumaður við líkam- lega vinnu, en var þó efnabóndi. Ber það fagran vott um hyggindi hans og ráðdeild. Hann stundaði aðeins landbúnað,

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.