Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 40

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Page 40
38 BREIÐFIRÐINGUR ár af þeim var maður hennar veikur og bjó hún þá með bjarna syni sínum, þar til hann giftist, tók hann þá við búinu, en Helga dvaldist þar hjá þeim hjónum, með Val- gerði dóttur sína og ungan son hennar ,þar til Bjarni dó 1941. Leystist þá heimilið upp og Helga fluttist með Val- gerði dóttur sinni niður á Hellissand. Þar bjuggu þær í tvö ár. Flutti Helga svo til Reykjavíkur og stofnaði sitt eigið heimili með Valgerði og Birgi syni hennar, sem þurfti á aðstoð hennar að halda og hún aldrei við sig skildi, fyrr en Valgerður dó 6. des. s.l. haust (1956). Fór hún þá til Guð- rúnar dóttur sinnar og Hannesar manns hennar, sem alltaf höfðu verið henni til hjálpar, ef hún þurfti nokkurs með, en heimili þeirra Birgis hafði hún stjórnað svo vel, að hann gat nú eignazt litla íbúð fyrir sig og leigt góðum hjónum fyr iraðhlynningu. Amma hafði kennt honum hinar fornu dyggðir; trúmennsku, skyldurækni og háttprýði, sem í gamla daga þótti jafnskylt að kenna og Faðir vor. Þau hjónin Helga og Guðbjörn eignuðust 7 börn, en 1 þeirra dó í æsku, einnig ólu þau upp 5 fósturbörn. Helga unni framtaki og menningu ogj ól börn sín upp í þeim anda, enda lærðu 2 eldri synir hennar sjómannafræði, en sá yngsti gekk á búnaðarskóla, og tók hann að sér búið, eins og áður er sagt. Dætrunum tveim kenndi hún sjálf, það sem hús- mæður eiga að kunna, en Valgerður náði aldrei fullri heilsu og því var móðurástin henni jafn nauðsynleg og sólin er blómunum. Eg kynntist Helgu fyrst fyrir rúmum 40 árum, urðum við hjónin henni þá samferða frá Reykjavík, og ætluðum til Hellissands en fórum til Stykkishólms. Þannig voru oft ferðalög á þeim árum og löngu eftir það. I þessari ferð vissi ég hve kjarkur hennar var mikill og hlýtt var að vera í ná- vist hennar. Seinna kynntist ég henni í Kvenfélagi Hellis- sands, því að hún var ein af stofnendum þess.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.