Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 7

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 7
BREIÐFIRÐINGUR 5 um í klof og jafnvel meir. Menn og skepnur voru því þyngslaleg til gangs, þegar yfir um var komið, en þá tók við ein erfiðasta brekkan á leiðinni upp á Hestakleif, en svo nefnist fjallið milli ísafjarðar og Mjóafjarðar. Fjallið er stutt þarna yfir og halli jafn niður að bæjum Mjóafjarðar. Þar var gist fyrstu nóttina á bæ, sem heitir Botn. Þar bjuggu hjónin Bjarni Þorláksson og Elín Guðmundsdóttir. Var gott þangað að koma eftir langa og erfiða dagleið. Snemma næsta morgun var haldið af stað frá Botni, og var þá rekið upp á svonefnda Skötufjarðarheiði. Heiðin er ekki mjög há og því ekki mjög erfiður rekstur upp á hana. Vegur er þar enginn, fyrr en kemur norður á hana miðja, að götuslóði kemur og liggur Mjóafjarðarmegin ofan í Hey- dal, en hins vegar í Skötufjörð, sömu leið og ferð okkar lá í þetta sinn. Engin not höfðum við af vegi þessum, til þess að féð gengi liðugra, því að þetta var aðeins götuslóði, sem aldrei hafði verið tekinn úr steinn í langan tíma. Bær- inn, sem við komum að í Skötufirði, þegar ofan af heiðinni kom, heitir Borg. Gistum við þar sum haustin og svo var í þetta sinn. Um tvær leiðir var að velja úr Skötufirði. Onn- ur var styttri, en mörgum sinnum verri, og hana ætluðum við að fara morguninn eftir. Að morgni um birtingu var farið frá Borg og féð tekið úr skilarétt, sem það hafði verið geymt í um nóttina. Hófst ferðin á því að reka það yfir á, sem var á sund á fénu, því að mikið hafði rignt um nóttina. Gekk okkur erfiðlega að koma fénu út í. A þessi tók okkur rekstramönnunum í buxna- streng, og var það slæmur undirbúningur undir þá leið, sem fyrir höndum var. Þegar búið var að láta féð hrista sig og bíta nokkurn tíma, var lagt af stað upp lága fjallshlíð. Hlíð þessi er kölluð Almenningar; ekki er mér kunnugt, hvers vegna þetta nafn er á henni. Enginn götuslóði var til þess að létta fénu ganginn, heldur var hlíðin skógi vaxin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.