Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
„Djöfuls hor verður á þínum ám, að éta þetta sinurusP4,
segir Jón Thorberg við mig. „Hvað verður þá um þínar?“
segi ég þá. Ekki stóð á svarinu: „Allar dauðar í vor, kall
minn“.
Get ég verði gasa hor
á gærunum þínum.
Engin stendur uppi í vor
af ánum mínum.
Nóastráin* næsta fá,
nokkuð lág og gisin.
Sýnast dáin sinugrá,
sum eru blá og visin.
*) Nðastrá kallar Jón 20—30 ára slægju.
Jón Thorberg á byssu. Ekki er byssa þessi neitt tízkufyrir-
bæri, heldur ekta framhlaðningur. Segir Jón, að hún hafi
verið notuð í þýzk-franska stríðinu. Ekki er vel ljóst, hvaða
þýzk-franska stríð hann á við, en eftir ártali, sem er á byss-
unni, gæti verið um Napóleonsstyrjaldirnar að ræða. Bezt
þykir Jóni að hafa steinbítsroð í forhlað. Síðast skaut Jón
tófu með byssu þessari vorið 1955. í því tilfelli, sem um
getur í eftirfarandi vísu, var Jón þó ekki jafn heppinn.
Var í mórautt tófu trýn
tíu metrar kall minn.
Byssan heima mæta mín
myndi hún annars fallin.
Tvœr kvígur.
Eyjabóndi kom að Litlanesi með kvígu, sem Júlíus ætl-
aði að taka í sumarbeit. Einnig var með í förinni dóttir
bónda, sem ætlaði að dveljast sumarlangt hjá Júlíusi.