Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
veldi, upp frá dapurri heimþrá og duldum söknuði yfir
horfnum ástvinum og æskustöðvum, er hún kann að hafa
horið í brjósti.
Seljadalur á Vatnaheiði, ásamt hinum fornu seltóftum,
hefur nokkra sérstöðu meðal slíkra staða hér á landi. Hann
geymir eflaust í skauti sér dulin fótspor írskrar konungs-
dóttur, sem hlaut þau ævikjör að verða fyrsta húsfreyja í
Hraunsfirði og ein af formæðrum Islendinga.
Horn: Land jarðarinnar náði frá Hraunsfjarðará og til
endimarka landnáms Auðuns stota að austan. Þetta var góð
bújörð, enda metin jafnhátt Hraunsfirði í jarðabókum. Sel
jarðarinnar stóð nokkurn spöl austur frá hálsinum, við lít-
inn læk og á skjólsælum stað. Jarðabók Árna Magnússonar
getur selsins á þessa leið: „Selstaða góð í heimalandi.“ A
18. öld var Horni skipt í tvær sjálfstæðar bújarðir. Hin
nýja hújörð hlaut nafnið Selvellir, enda var bærinn reistur
þar, sem selið hafði áður staðið. Eftir skiptin bar Horn
nafnið „hálft Horn“ í jarðabókum.
Nú hefur verið getið þeirra selja, sem vitað er um hér.
Vafalaust hafa þau verið fleiri, þótt nú sér þau týnd. Það
er t. d. furðulegt, ef Drápuhlíð hefur ekki haft selstöðu á
Hraundal, þar sem jörðin átti ágætt afréttarland. Um alda-
mótin 1700 voru 13 eyjajarðir í ábúð í Helgafellssveit.
Jarðabók A. M. getur þess, að 11 af þeim verði að kaupa
selstöðu á landi. Nú eru ekki þekktar með vissu selstöður
nema tveggja þessara jarða. Þessu líkt mun vera í öðrum
byggðarlögum. Hér er mikið þjóðfræðilegt verðmæti horfið
í gleymskunnar djúp. Það er því ráð að spyrna við fótum
og reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Allar fremstu
menningarþjóðir leggja kapp á það að vernda þjóðminjar
sínar, stórar og smáar, og halda þeim í heiðri. Þær trúa
því, að ef tengslin milli fortíðar og framtíðar eru afrækt,
sé skammt til ófarnaðar. Það, sem hér þarf að gjöra, er