Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 80

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 80
78 BREIÐFIRÐINGUR Jólatrésskemmtun hélt félagið síðast í desember og tókst ágætlega og var allvel sótt, og samkoma fyrir Breiðfirð- inga eldri en 65 ára var að venju á uppstigningardag og var mjög fjölsótt. Allar þessar samkomur félagsins yfir- leitt hafa verið í Breiðfirðingabúð. Auk þess sem hér er nefnt hefur félagið undirbúið og haldið nokkrar almennar skemmtisamkomur á laugardags- kvöldum þeim, sem það hefur „Búðina“ til afnota sam- kvæmt leigusamningi þeim eða leigukjörum, sem tókst að fá á síðasta ári. Hefur þetta gefizt vel og veitt, sem við mátti húast, drjúgan skilding í sjóð félagsins, svo að telja má að fjárhagur þess hafi þar fengið alltraustan grundvöll fyrir fjárhagslega afkomu. Skemmtiferð var farin umhverfis Snæfellsnes eða út fyrir „Jökul“, en sú leið var opnuð árið sem leið. Jóhannes Ólafsson, varaform., var fararstjóri. Ferðin tókst vel og varð öllum, sem hlut áttu að máli, til mikillar ánægju. Ennfremur fóru nokkrir félagsmenn að Lindarhvoli í Borgarfirði til Guðbjörns Jakobssonar og unnu þar að húsa- gerð af miklum dugnaði og fórnfýsi. En Guðbjörn hafði lent í miklum erfiðleikum sökum breytinga og sjúkleika, og hafði einnig verið safnað talsverðri upphæð á vegum félagsins honum til handa. Gekkst félagið einnig fyrir fjársöfnun til styrktar Guð- mundi bónda að Hörðubóli í Dalasýslu og Jens Nikulás- syni í Sviðnum, en menn þessir höfðu beðið mikið tjón af eldum og veðrum. Gjöf var og send til ekkju séra Péturs heitins Tyrfings í Hvammi eftir lát hans. Vildi ég flytja öllum, sem hér eiga hlut að máli, bæði gefendum og safnendum, þakkir þessa fólks fyrir samúð og hluttekningu í verki. Er þarna um fé að ræða, sem nemur nær þrem tugum þúsunda, að því er næst verður komizt. Hefur því mest verið safnað meðal félagsfólks, en sumt

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.