Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 79

Breiðfirðingur - 01.04.1957, Side 79
Skýrsla formanns Breiðfirðinafélagsins 1957 Stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Arelíus Níelsson, formaður. Astvaldur Magnússon, ritari. Alfons Oddsson, gjaldkeri. Jóhannes Ólafsson, varaformaður. Ólafur Jóhannesson, vararitari, umsjónarm. tafld. Asbjörn Jónsson, aðstoðargjaldkeri, ásamt Sigvalda Þorsteinssyni. Jón Júlíus Sigurðsson, umsjónarm. Breiðfirðings. Þórarinn Sigurðsson, umsjónarm. bridge-deildar. Björgólfur Sigurðsson, umsjónarm. Heiðmerkur. Hefur stjórnin haldið alls 17 fundi yfir árið og rædd hafa verið margvísleg og fjölbreytt málefni viðvíkjandi starfi og fjárhag félagsins. Félagsfundir hafa verið alls 9 á árinu og hefur þar oft- ast verið spiluð félagsvist, en síðan dansað eða önnur skemmtiatriði. Var sá háttur tekinn upp í haust, að útvega eða undirbúa ýmislegt til skemmtunar eftir spilin, mætti nefna mælskukeppni milli manna úr breiðfirzku sýslunum þrem og spurningaþátt, svo að eitthvað sé nefnt, gamanleik- arar og eftirhermur hafa svo komið fram á fundunum og hlotið lof fyrir. Fyrsta og síðasta vetrardag hafa verið skemmtanir með vandaðri dagskrá og auk þess þorrablót með veizlumat og öðrum fagnaði. Þá hefur félagið annast útvarpsþátt við góðar undirtektir, einkum heima við Breiðafjörð.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.