Breiðfirðingur - 01.04.1957, Blaðsíða 6
4
BREIÐFIRÐINGUR
eftir aldamótin. Yar féð selt á ísafirði fyrir peninga. Upp-
hafsmenn þessa voru séra Guðmundur í Gufudal og Þórður
Arason, bóndi á Kletti í Kollafirði. Þessi háttur komst
einnig á í Múlasveit, en þó var miklu færra fé rekið þaðan
heldur en úr Gufudalssveit, en þó um hundrað kindur eða
svo á ári hverju. — Eg valdist til þessara fara á hausti
hverju um fjögurra ára skeið. Var fé úr báðum hreppun-
um rekið í einum hóp norður og voru í hópnum um 400
kindur, stundum yfir og stundum undir. Rekstrarmenn voru
fjórir lil fimm, og tók fimm daga að reka alla leiðina til
Isafjarðar. I þessum ferðum hrepptum við oft vond veður.
Man ég eftir ein usinni, að við vorum veður tepptir á Kirkju-
bóli í Skutulsfirði hálfan annan dag vegna snjóbyls af
norðri. Varð féð brynjað sem kallað er, þar sem krapahríð
var fyrst, en síðan gerði hart frost er upp birti.
Að enduðum þessum inngangi langar mig til að segja
frá einni rekstrarferð af þeim fjórum, er ég tók þátt í
Ferðin hófst á því, að sá hópur, er ég hafði til meðferðar,
var rekinn að Kletti í Kollafirði, og átti ferðin að hefjast
þaðan morguninn eftir. Var sá dagur tekinn snemma, því að
allt féð var hýst í nátthaga, svo að engar tafir voru að byrja
ferðina.
Fyrst varð að reka féð upp á Klettshálsinn; er það ekki
mjög bratt, heldur áframhaldandi halli að Rauðuborg. Það
an er stutt á Skálmardalsheiði, sem er milli Skálmardals
og Gerfidals. Gerfidalur liggur inn frá ísafirði, og er mjór
fjallgarður á milli hans og ísafjarðardala, sem liggja upp
frá botni ísafjarðar. Frá Rauðuborg var rekið eins og leið
liggur að Pálsvötnum og þaðan niður með Torfsgili, niður á
eyrarnar fyrir ísafjarðarbotni. Þar var áð og féð látið bíta
í hálfan annan til tvo tíma, þegar áningunni var lokið, var
næst fyrir að reka féð yfir fyrstu ána á leiðinni, ísafjarðará.
I rigningartíð var hún venjulega á sund á fénu og á mönnun-