Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 61

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR 59 Um bóndann á Sámsstöðum: Búi stýrir Böðvar á Sámsstöðum oft í lífsins orrahríð áður háði margt eitt stríð. Eitt sinn er við Sigurður mættumst á götu í Búðardal, gengum upp að húshlið einni og hugðumst taka þar tal saman stutta stund, gekk framhjá okkur ungur maður án þess að heilsa. Pessi maður hafði notið ofurlítillar menntunar fram yfir okkur sem ekki höfðum hlotið aðra kennslu en þá er veitt var í hinum almennu barnaskólum. Var því ekki laust við að okkur fyndist hann stundum líta niður til okkar með einskonar stórmennsku sem við áttum erfitt með að viðurkenna. Hitt vissu allir að hann var ákveð- inn bindindismaður og smakkaði aldrei áfengan drykk. Þegar maður þessi var kominn framhjá okkur snýr Sigurður sér til mín og segir með bros á vör: „Hann er sætkenndur þessi núna.“ Ég mótmælti því og sagði að það gæti ekki verið, hann smakkaði aldrei áfengan drykk. En Sigurður mótmælti því harðlega og sagði: „Jú, hann er meira að segja blindfullur - af monti.“ Ég held ég verði að segja hér til gamans aðra sögu en hún er af einni sjúkraskoðun Sigurðar læknis. Sögu þessa sagði mér merkur maður til orðs og æðis og efast ég því ekki um að hún er sönn. Á Harrastöðum í Miðdölum voru til heimilis tvær gamlar konur. Þær áttu ekki skap saman og rifust því oft. Önnur þeirra hét Margrét og var þar á framfæri sveitarinnar og því stundum kölluð Sveitarmanga. Nafn hinnar man ég ekki enda skiptir það ekki máli. Einu sinni gekk rifrildi þeirra svo langt að þær lentu í handalögmáli og börðust af mikilli heift. Heimilisfólki tókst þó von bráðar að skilja þær en þá kom í ljós að Manga var með nokkrar smárispur í andliti og vætl- aði svolítið blóð úr sumum þeirra. Hún heimtaði nú að læknir væri sóttur til að skoða sár sín og láta sig hafa meðöl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.