Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 114

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Side 114
112 BREIÐFIRÐINGUR utan við götuna og sagði: „Hér skulum við nú hvíla okkur um stund“. Er við vorum sest fór hún að rýna ofan í sandinn og róta í honum og segir: „Hvað er nú þetta?“ Grípur hún þá upp litla brjóstnælu úr silfri með rauðum steini. „Þessu hefur nú einhver týnt“, sagði hún. „Pað er best að þú eigir hana, það verður víst ekki gott að finna réttan eiganda“, sagði mamma. Ég þakkaði fyrir og sá að prjóninn vantaði í hana, en úr því myndi auðvelt að bæta. Næluna á ég enn (1989). Enn héldum við áfram og alltaf var veðrið bjart og gott en gróðurinn enginn. Næst er við hvíldum okkur var dálítill mosi í kringum steininn sem ég settist á. Ég leit niður fyrir mig og gladdist mjög er ég sá dálitla kónguló skreppa fram hjá. Ég held nú yfirleitt ekki upp á skorkvikindi, en þetta var þó fyrsta merki um líf á þessum slóðum. Steini bróðir sagði að bráðum myndum við fara að nálgast Brunna og myndum við þá geta fengið vatn einhversstaðar. Nú kom í ljós að skórnir hennar mömmu voru farnir að bila. Það voru bara léttir skinnskór með saumuðum sólum, sem voru ágætir að ganga á inni í húsi, en síður til að hafa í fjallgöngum. Ég fór nú að leita í handtösku minni og fann þar reyndar hörtvinna, nál og fingurbjörg, settist því niður og gerði við skóna eftir bestu getu. Og enn héldum við áfram. I fjarska blánaði fjallsendi og ég spurði Steina hvort þar væri Meyjarsæti nálægt. Þess hafði ég heyrt minnst í sambandi við Hofmannaflöt, er sögur fóru af að fornmenn hefðu hvílt sig á, er þeir riðu til alþingis. En Steini var nú ekki viss um það. Nú varð fyrir okkur renn- andi lækur eða lítil á, en yfir hana þurftum við að fara til að halda götunni. Við Steini fórum því úr skóm og sokkum og óðum yfir og Steini bar mömmu á bakinu. Allt gekk þetta vel og áfram héldum við yfir mela, börð og sanda. Upp með ánni var kominn nokkur gróður og þar sáum við tjald. Ekki fórum við að tjaldinu því að svo langt var upp að því, enda sáum við engan mann þar. Sólin var farin að læþka á lofti, einstaka fuglakvak heyrð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.