Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 2
2 23. nóvember 2018JÓL starfsstéttir sem Birgitta Haukdal gæti móðgað Söngdívunni og barnabókahöfundin- um Birgittu Haukal tókst að móðga hjúkrunarfræðinga landsins allhressilega í vikunni með því að draga upp úrelta mynd af starfstéttinni í barnabókinni Lára fer til læknis. Var kvenkyns hjúkrunarfræðingur kallaður hjúkrunarkona, var hún sýnd sinna hlutverkum sjúkraþjálfara og var klædd í fatnað sem var lagður af á síðustu öld. DV tók saman fimm aðrar starfsstéttir sem Birgitta gæti móðgað í barna- bókum. Pípulagninga- menn Lára fær til sín pípara. Pípulagningarmaður- inn er sýndur sem karl- maður í yfirþyngd með rassskoruna út í loftið. Hann kemur seint, bankar í lagnirnar með rörtöng og rukkar hana um svívirðilega upphæð fyrir eitthvað sem hún hefði alveg getað gert sjálf. Starfsfólk fjár- málafyrirtækja Lára fer í bankann. Þar taka á móti henni vafasamir menn í rándýrum jakkaföt- um. Bankamennirnir taka peningana úr bauknum hennar Láru og setja þá á læstan reikning með neikvæð- um vöxtum. Svo sann- færa þeir Láru litlu um að fá sér debetkort, yfirdráttarheimild og skilja hana eftir fyrir utan Toys R’ Us. Flugþjónar Lára fer í flugvél. Flug- mennirnir eru karlar. Konurnar sem vinna um borð eru flugfreyjur og láta farþegana fá mat og drykk ásamt því að selja þeim ilm- vötn og eitthvert drasl. Í vélinni er lasinn mað- ur sem flugfreyjurnar þurfa hjálp við að binda niður. Leikskóla- kennarar Lára fer á leikskóla. Á leikskólanum vinna fóstrur, ekki leikskóla- kennarar, sem eru allar konur og kunna ekki neitt nema hugsa um börn. Þær eru allar klæddar í pils og segja „fussum svei“ þegar Lára kvartar undan því að börn séu lögð í einelti. Fóstrurnar láta Láru læra að prjóna á meðan strákarnir eru úti að leika sér. Upplýsinga- fræðingar Lára fer á bókasafnið. Þar vinna bara bókasafnsfræðingar, ekki upplýsinga- fræðingar, sem horfa illilega á hana þegar hún kemur inn. Allir bókasafnsfræðingarn- ir eru eldri konur í gam- aldags fötum og með gleraugu. Lára hóstar og er samstundis hent út fyrir að vera með læti. Á þessum degi, 23. nóvember 1499 – Sýndarmennið Perkin Warbeck er hengt fyrir tilraun til flótta úr Tower of London. Warbeck hafði ráðist inn í England 1497 og gert kröfu til krúnunnar undir þeim formerkjum að hann væri týndur sonur Játvarðs IV. Englandskon- ungs. 1867 – Manchester-píslarvottarnir eru hengdir í Manchester á Englandi. Þeir höfðu orðið lögreglumanni að bana þegar þeir frelsuðu tvo írska þjóðernis- sinna úr varðhaldi. 1992 – Fyrsti snjallsíminn, IBM Simon, er kynntur til sögunnar á tölvusýn- ingunni COMDEX í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum. 1993 – Rachel Whiteread vinnur til tvennra verðlauna. Annars vegar var um að ræða Turner-verðlaunin sem besti nútímalistamaðurinn (20.000 sterl- ingspund) og hins vegar K Fundation- -listaverðlaunin sem versti listamaður ársins (40.000 sterlingspund). 2005 – Ellen Johnson Sirleaf er kjörin forseti Afríku-ríkisins Líberíu og verður fyrst kvenna leiðtogi ríkis í þeirri heimsálfu. Síðustu orðin „Kveikið ljósin, ég vil ekki fara heim í myrkri.“ – Rithöfundurinn O. Henry (William Sidney Porter) (1862–1910). Hvað er jólaöl? n Biðröðin varð jólahefð n Gerðu þitt eigið jólaöl„Sérbrugg- aður malt- extrakt-drykkur sem svipar til Egils Malts, en er minna sætur. DV hefur áður bent lesend- um sínum á að hægt sé að brugga eigið jólaöl. Það geti verið bragðgott og henti vel í blöndu með Appelsíni. Jólaöl var áður oft gert í sparnaðar- skyni því að það drýgði notkun á gosi. Samkvæmt uppskrift frá Lillý á Framnesi skal gerð jólaöls hefjast um það bil viku fyrir jólin. Í ölið þarf: n Tíu lítrar vatn n Hálft kíló púðursykur n Hálft kíló strásykur n Ein sítróna í sneiðum n Þrjár matskeiðar perluger n Ein flaska af pilsner n Rúsínur, ótilgreint magn Vatn, sykur og sítróna er sett í stóran pott og soðið í 10 til 15 mínútur. Vökvinn er síaður yfir í annað ílát, gott ef fólk á 10 lítra plastfötu eða annan pott. Þegar vökvinn er orðinn mátu- lega volgur þá er perlugerið sett út í. Best er að taka 2 desílítra af vökvanum og hræra perlugerið fyrst út í það og síðan blanda því saman við allan vökvann. Þá er hellt saman við innihaldi úr einni flösku af pilsner. Þegar vökvinn hefur jafnað sig vel saman er hægt að hella ölinu á flöskur eða önnur ílát sem fólk á. Í hvert ílát eru settar 10 til 15 rúsínur ef um 1 til 2 lítra ílát er að ræða. Rúsínurnar gefa viðbótargerjun. Ekki er gott að loka ílátunum alveg. Gott er að setja plastfilmu yfir eða tylla töppunum á. Það myndast svo mikið loft við gerjunina. Ölið verður að fá að standa í 5 til 7 daga á köldum stað. Eftir það geymist ölið þokkalega í 10 til 14 daga og enn betur á vel köldum stað því það hægir á gerjuninni. J ólin ganga tæpast í garð nema jólaöl af ýmsum toga renni niður kverkar landans. Sígilt er að blanda því saman við appelsín og sitt sýnist hverjum um hlutföllin. En hvað er jólaöl og hver er munurinn á þeim týpum sem í boði eru? Hvað er svo hvítöl? DV spurðist fyrir um ölið hjá Öl- gerðinni Agli Skallagrímssyni. „Varðandi Hvítölið þá er það sérbruggaður maltextrakt- drykkur sem svipar til Egils Malts, en er minna sætur. Jólaöl og Malt og Appelsín eru blöndur með Appel- síni, en Jólaöl er með Hvítöli,“ segir Jóhannes Páll Sigurðarsson vöru- merkjastjóri í samtali við DV. „Hvítöl var ekki selt í 2,5 og 5 lítra brúsum sem Jólaöl. Hins vegar var Egils Hvítöl áður selt eftir vog í Ölgerðarportinu við Þverholt, þar sem fólk sótti það í sín eigin ílát, yfirleitt stóra brúsa. Hvítöl var ein af fyrstu vörum Ölgerðarinnar og var framleitt frá árinu 1913. Fram- leiðslan hefur hins vegar ekki ver- ið óslitin. Framleiðslu var hætt ári eftir að fyrirtækið var flutt upp í Grjótháls en hófst aftur árið 2006. Það er erfitt að segja að um sé að ræða nákvæmlega sömu vöru og 1913, en í grunninn er hún sú sama.“ Jóhannes vildi ekki fullyrða um hvernig ætti að blanda Malti og Appelsíni. Ölgerðin hefði ekki gefið út nákvæm hlutföll í þeim efnum. „Það er um helming- ur,“ segir Jóhannes. Hann bend- ir einnig á að Hvítölið eigin sinn dygga aðdáendahóp þó að hin sí- gilda blanda sé á borðum fleiri Ís- lendinga yfir hátíðarnar. „Það eru þó margir sem kjósa Hvítöl í sína jólablöndu.“ Saga jólaöls Jólaöl hefur verið bruggað á Ís- landi allt frá árinu 1790 og jafnvel fyrr. Þetta ár bruggaði bakari nokk- ur í Vestmannaeyjum hvítöl og er það elsta heimildin sem fundist hefur. Jólaölið var þá bruggað af bökurum til að viðhalda geri fyrir brauðgerð. Það voru hins vegar ekki aðeins bakararnir sem brugguðu. Fjölmargir Íslendingar brugguðu jólaöl í heimahúsum. Ölgerðin hóf að brugga hvítöl laust eftir árið 1913. Varð þetta feykivinsælt og fólk kom með sín eigin ílát í Ölgerðina til að fá brugg- ið. Löng biðröð og umferðar teppa myndaðist á hverju ári á horni Frakkastígs og Njálsgötu. Það var á þessum tíma sem fólk fór að nota orðið jólaöl yfir hvítöl. Í kringum 1960 setti Ölgerðin jólaölið á flöskur en það var ekki vinsælt. Fólk vildi mæta á staðinn til að fá ölið úr krana. Það var orðin jólahefð og breyttist ekki eftir að starfsemin var færð yfir í Þverholt árið 1967. Þessi hefð dó hins vegar árið 1986 þegar bann var sett á og var jólaölið upp frá því aðeins selt í verslunum. n Gerðu þitt eigið jólaöl Ari Brynjólfsson Kristinn Haukur Guðnason ari@dv.is / kristinn@dv.is Jólaöl Langar biðraðir fólks með brúsa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.