Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 8
8 23. nóvember 2018FRÉTTIR L ögreglumenn sem DV hefur rætt við segja að bílamálin séu í miklum ólestri. Fyrir­ komulagið er þannig að lög­ regluembættin leigja bíla af Ríkis­ lögreglustjóra. Þar er innheimt bæði fast gjald og kílómetragjald. Þetta sé hins vegar svo óhagstætt að embættin séu í auknum mæli farin að leigja af bílaleigum í einkaeigu. Getur munurinn á leigu á ómerktum lögreglubíl verið allt að 200 þúsund krónur á mánuði. Ríkislögreglustjóri vill losna við reksturinn og stefnir á útboð. Lögreglumenn undrandi á bílamálum Ríkislögreglustjóri hefur rekið bílamiðstöð frá árinu 2000. Hún er eigandi allra ökutækja lögreglunn­ ar og ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun þeirra. Miðstöð­ in er stoðdeild og yfirlýst mark­ mið hennar er hagræðing í rekstri, samnýting ökutækja og búnaðar og almenn þjónusta við lögreglu­ stjórana. Lögreglumenn sem DV hefur rætt við segja hins vegar að í dag séu nær allir ómerktir lögreglubíl­ ar á höfuðborgarsvæðinu teknir á leigu hjá Bílaleigu Akureyrar. Það sé miklu hagstæðara fyrir emb­ ættið en að leigja af systurstofn­ un embættisins. Hafa þeir spurt sig hvort ekki sé eitthvað bogið við þetta fyrirkomulag. Auk þess hafi meint okur Ríkislögreglustjóra bein áhrif á störf þeirra þar sem búið sé að setja þak á hversu mik­ ið megi aka á hverjum sólarhring. Leigja bílaleigubíla og leigubíla DV hafði samband við yfirmenn hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu og fékk staðfest að þetta væri raunin. Halldór Halldórs­ son, framkvæmdastjóri fjármála­ deildar hjá embættinu, segir að þónokkrir ómerktir bílaleigubíl­ ar væru teknir á leigu á hverju ári. Fjöldi þeirra réðist af verkefna­ stöðu embættisins hverju sinni. Einnig sagði hann að lögreglan keypti auk þess þjónustu hjá leigu­ bifreiðastöðvum. Hann segir: „Fjöldi slíkra ökutækja, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til afnota, er mismunandi hverju sinni. Bílaleigubílar og leigubílar nýtast til að mæta sveifl­ um í álagi innan dagsins, vikunn­ ar, milli mánaða og árstíða. Það er hagkvæmara en að eiga stærri bílaflota. Þá geta veðuraðstæður kallað á að leigðir séu bílar sem ráða betur við til dæmis ófærð. Í sumum tilvikum getur verið gott að skipta ört út bílum.“ Þessi kostnaður nam tæpum 35 milljónum samkvæmt síðasta árs­ reikningi. Að auki bætist við elds­ neytiskostnaður upp á tæpar sex milljónir og ein til tvær milljónir í annan kostnað. Ómerktir bílar eru aðeins hluti af kostnaðinum. Heildarkostnaður embættisins vegna rekstrar ökutækja var rúm­ lega 260 milljónir á síðasta ári. Halldór staðfestir að munurinn á verði ómerktra bíla sé umtals­ verður. „Munurinn í þeim tilvikum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skoðað hefur verið um 50 til 200 þúsund krónur á ómerktan bíl á mánuði eftir akstri og bílaleigu. En í gjaldi Bílamiðstöðvarinnar er falin ýmis þjónusta hennar við embættið sem ekki er um að ræða í tilfelli bílaleigubíla en þá þarf embættið sjálft að sinna bílun­ um. Að auki geta farið saman and­ stæðir álagstímar hjá bílaleigum og lögreglu sem geri þennan kost hagkvæman fyrir báða aðila frem­ ur en að lögreglan eignist bíl.“ Nefnir hann að tækin sem emb­ ættið leigi af Bílamiðstöðinni séu mjög mismunandi, allt frá hjólum upp í sendibíla. Lægri kostnaður bílaleigufyrirtækja Bílamiðstöðin rukkar fast árgjald af hverju ökutæki. Það er 18 prósent af stofnverði nýrra ökutækja og 10 til 12 prósent af sex ára og eldri. Þá er kílómetragjaldið frá 100 til 381 krónu og fer eftir gerð ökutækis. Inni í því er allur rekstrarkostnaður, svo sem eldsneyti, viðhald, tryggingar og fleira. Jónas Ingi Pétursson, fram­ kvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkislög­ reglustjóra, bendir á að bílaleigur séu undanþegnar vörugjöldum. Þess vegna sé stofnverð bílaleigu­ bíla lægra en þeirra sem lögreglan og allur almenningur kaupir. Þá sé tryggingakostnaður bílaleigufyrir­ tækja lægri en þau kjör sem lög­ reglunni bauðst í útboði Ríkiskaupa. Af hverju eru þið ekki með ódýr- ari valkosti fyrir embættin sem klár- lega er þörf á? „Af þeim sökum hefur Ríkis­ lögreglustjóri ekki boðið ómerktar lögreglubifreiðar til afnota frá Bíla­ miðstöð um nokkurt skeið. Áhersla hefur verið lögð á sérbúnar, merktar lögreglubifreiðar þar sem slíkar bif­ reiðar eru ekki í boði á almennum markaði.“ Var ekki takmark Bílamiðstöðv- arinnar að stuðla að hagræðingu í rekstri fyrir lögregluna? „Bílamiðstöð hefur stuðlað að hagræðingu og hagkvæmum rekstri í ökutækjamálum lögreglunnar. Fyrirkomulagið er í sífelldri endur­ skoðun og tekur mið af síbreytileg­ um ytri aðstæðum. Af hálfu Ríkis­ lögreglustjóra hefur lengi legið fyrir ósk embættisins um að samrekstur lögreglunnar á ökutækjum verði aðskilinn frá rekstri Ríkislögreglu­ stjóra.“ Hallarekstur í mörg ár Bílamiðstöðin er stærsta eins­ taka verkefni Ríkislögreglustjóra og útgjöldin vegna þess hafa jafn­ an verið á bilinu 25 til 35 prósent af heildarútgjöldum. Rekstur Bíla­ miðstöðvarinnar hefur verið frem­ ur ótryggur allt frá stofnun og hef­ ur þurft að mæta taprekstrinum með öðru rekstrarfé. Ríkisendur­ skoðun hefur bent á að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé eitt af þeim atriðum sem betur mætti fara í rekstri lögreglunnar. Einnig hafa lengi verið skiptar skoðanir um fjárhagslega hagkvæmni þessa fyrirkomulags fyrir lögregluemb­ ættin sjálf. Sérstaklega fyrir minni embætti á landsbyggðinni. Árið 2004 var aðstoðaryfirlög­ regluþjóni vikið frá störfum vegna spillingar tengdri stofnuninni. Hann átti langan feril að baki inn­ an lögreglunnar og hafði tekið við yfirumsjón Bílamiðstöðvarinnar þegar hún var sett á laggirnar árið 2000. Grunur lék á að hann hefði ráðstafað tveimur lögreglujeppum í eigin þágu og hafi um mitt ár 2001 skráð annan þeirra á eigin­ konu sína. Til að mæta hallarekstrinum hefur Bílamiðstöðin reglulega endurskoðað gjaldskrár sínar og hækkað leiguverðið til embætt­ anna. Athygli vakti að verðið var hækkað um allt að 18 prósent snemma árs 2012. Þá hafði halla­ reksturinn verið um 40 milljónir seinni hluta ársins 2011. Vilja losna við reksturinn Árið 2008 vildi ríkið losna við reksturinn og var hann boðinn út. Útboðið var auglýst vorið 2009 og í því fólst meðal annars yfirtaka á öllum lögreglubifreiðunum. Alls bárust sex tilboð í reksturinn, öll frá innlendum aðilum. Það lægsta var um 80 milljónum króna hærra á ári en rekstrarkostnaðurinn var þá þegar. Dómsmálaráðuneytið hafnaði öllum tilboðunum og Ríkislög­ reglustjóri sá áfram um rekstur­ inn. Jónas segir: „Af hálfu ríkislögreglustjóra er unnið að endurskoðun á starfsemi Bílamiðstöðvar þar sem meðal annars er horft til þess að bjóða út rekstur ökutækja lögreglu á ný.“ n ÞÚ FÆRÐ MYNDVARPANN HJÁ OKKUR 325” 4K LÖGREGLAN LEIGIR BÍLALEIGUBÍLA OG LEIGUBÍLA Í AUKNUM MÆLI n Allt að 200 þúsund krónum ódýrara n Ríkislögreglustjóri vill losna við rekstur Bílamiðstöðvar„Fyrirkomu- lagið er í sífeldri endur- skoðun og tekur mið að síbreyti- legum ytri að- stæðum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ríkislögreglustjóri Vill losna við rekstur lögreglubíla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.