Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 18
18 23. nóvember 2018 Þ egar forsætisráðherra Papúa Nýju-Gíneu fór ný- lega í heimsókn til Peking ræddi hann við kínverskan starfsbróður sinn og sagði honum meðal annars að hann vildi gjarn- an leggja stóran og breiðan veg þvert í gegnum Port Moresby, sem er höfuðborg Papúa Nýju-Gíneu. Það er ekkert vandamál svaraði kínverski forsætisráðherrann. „Segðu mér eitt, á hann að vera nægilega breiður til að skriðdrekar komist eftir honum?“ Miklir peningar Það eru margar gamansögur eins og þessar sem sagðar eru í Port Moresby þessa dagana en á bak við þær er hins ákveðin alvara og sann- leikur því áhrif Kínverja fara sívax- andi í landinu. Kínverjar hafa lagt til fjármagn við fjölda framkvæmda í höfuðborginni, vegir, leikvangar og jafnvel strætisvagnabiðstöðvar hafa verið byggðar fyrir kínverska peninga. Þessi fátæka þjóð hefur tekið þessu fjármagni fagnandi. En áhugi Kínverja á Papúa Nýju- Gíneu er ekki nýr af nálinni og það er áhugi þeirra á Kyrrahafi og ríkj- unum þar ekki heldur. Árið 2016 námu fjárfestingar Kínverja á Papúa Nýju-Gíneu um 21 milljón dollara. Á síðasta ári var upphæðin komin yfir 60 milljónir dollara. Þetta eru auðvitað miklir peningar en ef fjárfestingar og eyðsla Ástrala í landinu er skoðuð sést að hún er mun meiri, en Ástralir standa undir 70% af þeirri fjárhagsaðstoð sem landið fær enda var Papúa Nýja-Gínea áður nýlenda Ástrala. Fátækt er mikil í landinu og um 40% þjóðarinnar hafa minna en einn Bandaríkja- dal til framfærslu á dag samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Í gegnum tíðina hafa Ástralir sett fjármagn í menntakerfið og þjálf- un opinberra starfsmanna til að bæta stjórnsýsluna í landinu. Kín- verjar setja á hinn bóginn peninga í það sem íbúar landsins segjast hafa mesta þörf yfir, innviði. Herstöð á næstu áratugum Allt er þetta hluti af áætlun Kín- verja um að tengja Kína við önnur ríki heimsins með fjárfestingum og viðskiptum. Þessi áætlun er hugarfóstur Xi Jinping forseta sem hefur ekki farið leynt með þennan áhuga sinn. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk stjórnvöld að þau ætli að fjárfesta fyrir einn milljarð dala á Kyrrahafssvæðinu og verður fjár- festingunum beint að innviðum. Þetta er gert til að mæta vaxandi áhrifum Kínverja á svæðinu. Á Papúa Nýju-Gíneu hefur verið gagnrýnt að það sé oft vandi við kínversku peningana að ekkert gagnsæi sé um hvernig þeir eru notaðir eða hverjir fá þá. Hluti af þessu vandamáli er léleg stjórn- sýsla á Papúa Nýju-Gíneu og mikil spilling. Annar hluti þess er að Kínverjar láta oft fé af hendi og spyrja síðan hvað var gert við það. Þetta veldur því að oft er ráðist í óþörf verkefni sem mikið fé fer í á meðan þarfari verkefni sitja á hak- anum, má þar nefna heilbrigðis- mál. Það sem dregur Kínverja meðal annars að Papúa Nýju-Gíneu er að þar eru miklar náttúruauðlindir á borð við sjaldgæfar steintegundir. Ekki má heldur gleyma að þar býr þriðjungur allra stuðningsmanna Taívan í heiminum en það er eitt- hvað sem Kínverjar vilja gjarnan breyta enda er Taívan þeim þyrn- ir í augum. En ekki er ósennilegt að Kín- verjar séu að horfa langt fram í tímann með þessum fjárfesting- um sínum. Ástralir og Banda- ríkjamenn óttast að lokatakmark Kínverja sé að koma sér upp her- stöð einhvers staðar í Kyrrahafi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Af þessum sökum hafa bæði Ástralir og Bandaríkjamenn undanfarið brugðist við auknum áhrifum Kín- verja á svæðinu. Papúa Nýja-Gínea er í nokkurra þúsunda kílómetra fjarlægð frá Guam sem er bandarískt yfirráða- svæði með stórri herstöð. Í nýrri skýrslu frá bandaríska varnar- málaráðuneytinu kemur fram að líklegt megi teljast að kínverski herinn hafi hug á að stækka að- gerða- og áhrifasvæði sitt lengra út frá Kína til að sýna fram á getu sína til að ráðast á heri Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á vestur- hluta Kyrrahafssvæðisins, þar á meðal Guam. n FRÉTTIR - ERLENT FEGURÐ ENDING MÝKT Kostirnir eru ótvíræðir: • Fallegra hús • Ekkert viðhald Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is VEGGKLÆÐNINGAR Fyrir allar gerðir húsa, ný jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða Mikill áhugi Kínverja á Papúa Nýju-Gíneu Hvað vilja þeir? „Segðu mér eitt, á hann að vera nægi- lega breiður til að skriðdrekar kom- ist eftir honum? Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Xi Jinping Ráðstefna í Papúa Nýju-Gíneu. Papúa Nýja- -Gínea Mikil fátækt og spilling.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.