Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐA
Sandkorn
23. nóvember 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Í
vikunni greindi DV.is frá því að
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, hefði keypt sér ein
býlishús á Ólafsfirði. Það væri
varla frásögur færandi nema af
því að hún býr í leiguhúsnæði á
vegum Brynju, hússjóðs Öryrkja
bandalagsins. Vegleg 148 fer
metra íbúð með bílskúr. Þetta þótti
blaðamönnum athyglisvert í ljósi
þess að eitt af umsóknarskilyrðum
Brynju er að umsækjandi eigi ekki
fasteign. Þá má umsækjandi ekki
hafa yfir 5,1 milljón í laun á ári.
Inga hefur á þessu ári fengið 15
milljónir króna. En það gerðist
jú, eftir að hún fékk íbúðina í sín
ar hendur. Á sama tíma og Inga
Sæland er forréttinda manneskja
í íslensku samfélagi með himinhá
laun, er búið að loka fyrir umsókn
ir hjá Brynju.
Í kjölfarið af þessum fréttaflutn
ingi birti Inga færslu þar sem hún
kvartar yfir „rætnum og illgjörnu
óvinum“ sem „svífast einskis“ til
að „rægja hana og rakka.“ Jafn
framt segir Inga að hún hafi haft
hátt undanfarið, sé að taka á líf
eyrissjóðunum og að flokkurinn
sé rísandi í skoðanakönnunum.
Má skilja þetta á þann veg að hún
haldi því fram að frétt DV sé ein
hvers konar viðbrögð við því. Að
blaðamenn DV hafi verið að ganga
erinda lífeyrissjóðanna þegar þeir
birtu fréttina.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Inga bregst svona við. Hún hefur
áður lýst umfjöllun DV um hús
næðismál hennar sem „skít“, „við
bjóði“ og „illgirni“. Hún er ekki
heldur sú eina sem hefur gerst sek
um að bregðast við á þennan hátt.
Þetta er algengt stef hjá stjórn
málamönnum, þó að fæstir noti
jafn sterk orð og Inga.
Eitt dæmið er Braggamálið
sem upp kom fyrir skemmstu og
DV fjallaði ítarlega um. Til er það
fólk sem heldur í alvöru að DV sé
í ófrægingarherferð gegn Degi B.
Eggertssyni og borgarstjórnar
meirihlutanum. Er þar ekki að
eins um að ræða einhver tröll úr
netheimum heldur málsmetandi
fólk.
Aldrei er litið inn á við, aldrei
er tekið á málunum sjálfum. Þegar
upplýst er um mál sem kemur
stjórnmálamönnum illa er ráðist
á þann sem greindi frá. Það hljóti
að vera annarlegar kenndir á bak
við skrifin en ekki heiðarleg blaða
mennska. Reynt er að stilla fjöl
miðlinum og blaðamanninum
upp í einhverja blokk, merkja hann
og gera orð hans ómarktæk. Í stað
þess að líta á sig sem fórnarlamb
eða koma af stað samsæriskenn
ingum mættu þeir stjórnmála
menn sem rata á síður blaðanna
þegar þeim verður á, miklu frekar
líta í eigin barm og læra af mis
tökunum. Þeir yrðu þá menn að
meiri, hvort tveggja sem mann
eskjur og stjórnmálamenn.
Meirihluti fólks sér í gegnum
svona leikrit en þessi hegðun
stjórnmálamanna lýsir grund
vallarmisskilningi og afskræmingu
á því sem fram fer á ritstjórnar
skrifstofunni. Hér eru ekki hyrndir
púkar í leit að næsta fórnarlambi til
að leiða til slátrunar. Hingað koma
hvorki forsvarsmenn lífeyris
sjóðanna né aðrir peningamenn
til þess að skipa fólki fyrir verkum.
Fréttir eru ekki fluttar nema fótur
sé fyrir þeim og DV tekur heim
ildavinnu sína mjög alvarlega. DV
gengur ekki erinda neinna nema
lesendanna sjálfra og almennings.
Við höfum líka trú á því að
langflestir átti sig á þessari að
ferð stjórnmálamanna og annarra
valdhafa til að dreifa athyglinni frá
eigin klúðri og spillingu. Traust
er lykilorðið í þessu sambandi.
Við treystum því að lesendur sjái
í gegnum þetta og þeir geta treyst
því að við höldum áfram að stinga
á kýlum valdsins. n
Inga dreifir athyglinni
Tobba á fljótandi fæði
Tobba Marinós vakti mikla lukku
á matarvef
Moggans þegar
hún upplýsti
hvaða tryllitæki
í eldhúsinu hún
gæti ekki lifað
án. Gott og vel.
Hvergi er að sjá að um sé að
ræða vörukynningu dulbúna
sem frétt en það er þó margt
sem bendir til þess að svo geti
verið. Til dæmis er alltaf tek
ið fram hvaða tegund er um
að ræða, ekki að það þurfi að
eiga tæki með einhvers konar
eiginleika. Svo virðist sem
Tobba gæti ekki lifað án þess
að eiga fjóra Vitamixblandara
… efst á síðunni má svo finna
auglýsingu frá Vitamix. Fyrir
utan blandarana fjóra myndi
hún deyja ef hún ætti ekki
töfrasprota með utanáliggj
andi hakkavél frá Braun, sem
og matarhakkavél frá Magimix.
Ef Tobba er ekki að setja nafn
sitt á dulbúna auglýsingu, sem
er bannað, þá er hún greinilega
öll í fljótandi fæðu.
Allt skotið niður
Tvær fréttatil
kynningar bár
ust DV með
stuttu millibili
í vikunni. Önn
ur þeirra var frá
Sjálfstæðismönnum í Reykja
vík sem sögðu að meirihlutinn
í borginni hefði skotið niður
allar þeirra hugmyndir á fundi
borgarstjórnar. Hugmyndir
þeirra væru til þess fallnar að
laga allt sem þyrfti að laga.
Stuttu síðar kom annar tölvu
póstur. Nú frá Samfylkingunni
á Alþingi sem kvartaði hástöf
um undan því að stjórnarflokk
arnir hefðu skotið niður allar
þeirra hugmyndir, hugmynd
ir sem væru til þess fallnar að
laga allt sem þyrfti að laga.
Svona er stjórnmálaumræðan í
dag, allt er víst skotið niður og
sá eini sem græðir er almanna
tengillinn.
Spurning vikunnar Á að leyfa kirkjuheimsóknir í skólum?
„Einstaklingur verður að fá að ráða sínu
formi. Ég á fjögur börn og þau verða öll að fá að
ráða hvort þau fari í kirkju.“
Guðbergur Garðarsson
„Jájá.“
Sunna Sigurðardóttir
„Já, endilega. Það yrði
skömm að leyfa það ekki.“
Guðrún Lára Ásgeirs-
dóttir
„Af hverju ekki? Þetta er
frjálst land og fólk verður að fá að
tjá sig. Ég er hare krishna.“
Inacio Pacas
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is