Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 25
FÓLK - VIÐTAL 2523. nóvember 2018 mikið við stelpur. Þegar strák- arnir fóru að hafa áhuga á fót- bolta leiddist mér. Stelpurnar voru frekar til í að setjast niður með mér og skrifa bók, setja upp leikrit eða bíómyndir.“ Heldur þú að það hafi hentað þér vel að alast upp í litlu sjávar- plássi? „Já, og ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa alist upp í litlu þorpi. Ég tel að það hafi hentað einstak- lingi eins og mér ofboðslega vel. Ég er ekki viss um að ég hefði þrif- ist jafn vel í allri umferðinni og hraðanum í Reykjavík. Úti á landi hefur maður meiri tíma, það er svo stutt í allt. Ég var svo frjáls.“ Bubbi mætti í plássið Trúin á leiklistar- og söngferilinn dó aldrei hjá Eyþóri. Eftir grunn- skólann fór hann í Verkmennta- skólann á Akureyri. Þar var hann aðeins í eitt og hálft ár en náði þar að leika Jesú Krist og vinna Söngvakeppni framhaldsskól- anna. Hann segir: „Mér gekk illa í skólanáminu og hafði engan áhuga á læra frekar á bókina. Ég vildi læra tónlist og leiklist. Eina ástæðan fyrir því að ég skráði mig í VMA var að einhver hvíslaði því að mér að það myndi hjálpa til við að komast inn í Leik- listarskólann. Ég hef alltaf verið frekar áhyggjulaus og hugsa ekk- ert of mikið út í hlutina. Læt bara vaða. Það hefur sína kosti og galla, æðruleysi og kæruleysi.“ Sigurinn í söngvakeppninni reyndist vera stökkpallur fyrir Ey- þór því ári síðar var hann kominn í aðra keppni, Bandið hans Bubba, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2008. Eyþór segist þó ekki hafa sótt um það sjálfur. „Það var búið að biðja mig um að taka þátt en ég hafði engan áhuga á svona raunveruleikasjón- varpi. Þá kom Bubbi sjálfur og náði í mig heim á Dalvík.“ Hvernig var það fyrir átján ára strák? „Ég skalf bara á hnjánum og gat ekki sagt nei við hann. Þorði það ekki. Ég gat sagt nei við alla aðra.“ Eyþór segist eiga Bubba mik- ið að þakka því hann vann að lok- um keppnina og varð þekkt andlit á skjáum landsmanna. Hann segir að þetta hafi flýtt mjög fyrir ferlinu og gefið honum gott start. Hann fékk snemma svo mikla vinnu við tónlist að hann gat einbeitt sér al- gjörlega að henni. „Ég var ekki kominn með fjöl- skyldu og þurfti ekki að hafa mik- ið milli handanna til að lifa af. Þess vegna nýtti ég tækifærið og hellti mér á fullt út í þetta.“ Eyþór ferðaðist um landið með kassagítarinn, spilaði á tónleikum, árshátíðum og böllum. Eldri tón- listarmenn buðu honum einnig að spila með sér og tóku hann und- ir sinn verndarvæng. Nefnir Ey- þór sérstaklega Magna úr Á móti sól, Hreim úr Landi og sonum og Matta úr Pöpunum, sem einnig er frá Dalvík. „Þetta var skemmtilegur tími og mikið fjör. Ég held að það hafi hjálpað mér mikið hvað ég er jarð- bundinn. Þegar ég hugsa til baka sé ég hversu auðvelt það hefði ver- ið að villast af leið. Átján ára strák- ur frá Dalvík sem allt í einu verður þekkt andlit úti á götu í Reykjavík. Það er getur verið svolítið stórt stökk fyrir sveitalubba eins og mig.“ Árið 2009 var Eyþór gripinn inn í Stuðmenn, þá aðeins tvítugur. Var hann fenginn til að leysa Egil Ólafsson af sem reyndist nokkur áskorun. „Þetta voru stórir skór að fara í,“ segir Eyþór og brosir. „Ég ætla ekki að segja að það hafi verið auðvelt, en þetta var mikill skóli og Jakob Frímann kenndi mér mikið. Ég hafði gaman af þessu en það var samt erfitt að standa á sviði með hljómsveitinni, strákpjakkur sem var í einhverjum sjónvarpsþætti. Fólkið úti í sal vildi fá Egil.“ Sveik sjálfan sig Nú hefur þú tekið þátt í þremur tón- listarkeppnum og unnið þær allar. Er mikill keppnismaður í þér? „Nei. Það er enginn íþróttamað- ur í mér og enginn keppnismaður. Ég er ekkert hrifinn af keppnum og að það sé yfir höfuð verið að keppa í tónlist. Þetta er nokkuð skondið þegar litið er til baka. Kannski hef- ur þetta æxlast svona út af kæru- leysinu í mér,“ segir Eyþór og hlær. Sú stærsta sem hann sigraði í var vitanlega Söngvakeppni Sjón- varpsins árið 2013 með laginu Ég á líf eftir Pétur Örn „Jesú“ Guð- mundsson og Örlyg Smára. Í kjöl- farið flugu þeir út til Malmö til að taka þátt í Eurovision, komust upp úr undanriðlinum og höfnuðu í sautjánda sæti lokakeppninnar. „Eurovision var aldrei á stefnu- skránni hjá mér, jafnvel þó að ég hafi alla ævi verið mjög upptekinn af söng. Kannski datt mér þetta í hug þegar ég var sex eða sjö ára. En allt frá unglingsárum fannst mér þetta það hallærislegasta sem til var.“ Eyþór segir að Eurovision hafi í raun verið svik af hans hálfu. Bæði gagnvart sjálfum sér og Bubba Morthens. 1 BARNABÆKUR 14.-20. NÓV Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is n Ímyndaði vinurinn Ganga n Þrefaldur sigurvegari en enginn keppnismaður n Fjölbreytnin mikilvæg með Eurovision Sveik sjálfan sig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.