Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 26
26 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 „Bubbi tók loforð af mér um að fara aldrei í Eurovision þegar ég vann keppnina hans. Ég lofaði því og sveik það síðan. Hann reyndar gerði það á undan mér og samdi texta fyrir lag sem Jógvan söng. Ég fel mig alltaf á bak við það,“ segir Eyþór og skellihlær. „Ég sveik samt aðallega sjálfan mig því að mig langaði ekkert og langar enn ekk­ ert að taka þátt í þessari keppni. Eftir Bandið hans Bubba fékk ég fyrirspurnir á hverju einasta ári. Fékk sendan fjöldann allan af flottum lögum sem ég hefði alveg getað hugsað mér að flytja en ég vildi ekki fara í keppnina. Horfði ekki einu sinni á hana.“ Hvað var það sem breyttist? „Pétur er góður vinur minn og áður en ég kynntist honum var hann átrúnaðargoð mitt því ég hlustaði mikið á Dúndurfréttir. Hann bað mig um að syngja lagið sem var þá komið inn í keppnina. Ég var hikandi til að byrja með, en af því að þetta var Pétur tók ég mér tíma í að hugsa þetta. Af því að ég var svo lengi að ákveða mig var ég eiginlega orðinn of seinn að segja nei,“ segir Eyþór og skellir upp úr. „Sem er mjög lýsandi fyrir mig.“ Eurovision gervilegur hliðarveruleiki Ég á líf sker sig úr íslenskum fram­ lögum að því leyti að það var sung­ ið á íslensku í lokakeppninni. Eina lagið síðan tungumálið varð val­ frjálst árið 1997. „Okkur fannst mikilvægt, fyrst við vorum komnir inn í þetta um­ hverfi, að við gerðum eitthvað sér­ stakt. Við fengum marga enska texta, bæði frá innlendum og er­ lendum textahöfundum. En af því að lagið er í raun svo einfalt fannst okkur hæfa því betur að syngja á einhverju álfatungumáli eins og íslensku.“ Heldur þú að það hafi hjálpað til eða hamlað? „Ég held að það hafi frekar hjálpað til,“ segir Eyþór hugsi. „Það voru margir af Eurovision­ nördar sem voru þakklátir fyrir að við skyldum hafa valið okkar tungumál.“ Hvert var takmarkið hjá ykkur? „Bara að hafa gaman af þessu. Fyrir mér var þetta allt svo súrt og eins konar bóla. Í viðtölum feng­ um við alls konar spurningar um takmörk og árangur lagsins og þá leið mér eins og íþróttamanni. Ég reyndi því að snúa mig út úr þeim viðtölum. Ég gekk inn í þetta um­ hverfi og tók þátt í þessu leikriti. Þarna var rauður dregill og papa­ rassar úti um allt að mynda mig. Svo kom ég aftur heim til Íslands og fór í Bónus eins og venjulega. Þetta var algjör hliðarveruleiki. Það getur verið að aðrir upplifi þetta á annan hátt, en mér fannst þetta allt mjög gervilegt.“ Varstu smeykur við að standa á þessu sviði? „Nei, ég var orðinn vanur því að flytja lög fyrir fjölda fólks. Bæði í ýmsum sýningum í Hörpu og svo á Fiskideginum á Dalvík.“ Hugsaðir þú ekkert um milljón­ irnar sem voru að horfa í sjón­ varpi? „Nei, ég hugsaði lítið um áhorfendur úti í heimi. En þegar myndavélin var fyrir framan mig og það var verið að telja niður í út­ sendingu hugsaði ég til Íslands. Ég veit hvað Íslendingum þykir upp til hópa vænt um keppnina, alveg sama hvað þeir þykjast ekki gera það. Þegar íslenska lagið byrjar hækka allir í sjónvarpinu. Þá allt í einu áttaði ég mig á því að ég væri ekki að taka þetta nógu alvarlega og þá varð ég stressaður. Ég mátti ekki klúðra þessu fyrir Íslending­ um, þeir verða svo sárir,“ segir Ey­ þór og hlær. Eiginkonan skilningsrík Eyþór hefur fengist við sýningar og tónleika af ýmsum toga í gegnum tíðina. Það sem tekur mestan tíma þessa dagana eru „einkagigg“, þar sem fyrirtæki og einstaklingar ráða hann til að koma fram. Stundum eru þetta fjögur eða fimm gigg á kvöldi. Hann hefur verið meðlim­ ur í hljómsveitinni Todmobile og kemur einnig fram í brúðkaup­ um, jarðarförum, setur upp tón­ leika víðs vegar um land og les inn á teiknimyndir svo að dæmi séu tekin. Er þessi bransi hark eða koma verkefnin á færibandi? „Þetta er vissulega hark, en ég er búinn að vera mjög heppinn undanfarin ár. Í rauninni þyrfti ég ekki að semja neitt sjálfur en ég geri það til að halda mér skapandi. Þegar ég er að skemmta fólki er ég í vinnunni en inni á milli er ég að búa til eitthvað sjálfur. Að skapa er það besta við þetta starf.“ Hvað er það versta? „Hvað þetta getur verið óá­ reiðanlegt. Stundum er mikil eftirspurn og stundum þarf ég að sækjast eftir verkefnum. Ég er svo lánsamur að hafa getað dottið inn í leikhúsið líka og fengið þar mánaðarlaun eins og venjulegur maður. Fjölbreytnin er lykillinn hjá mér.“ Í dag er Eyþór kvæntur þriggja barna faðir. Eðlilega fylgir skemmt­ anabransanum mikil fjarvera um kvöld og helgar. Hann segir að eig­ inkona hans, Soffía Ósk, hafi skiln­ ing á þessari fjarveru. „Hún kynntist mér þegar ég var kominn á fullt í skemmtana­ bransann. Það hefur reyndar verið meira að gera en venjulega undan­ farin þrjú eða fjögur ár og hún hef­ ur sem betur fer verið skilningsrík. Það óhentugasta er að þegar flest­ ir eru í fríi þá er ég í vinnunni. Ég missi til dæmis alveg af desember af því að ég er að spila allan tím­ ann.“ Vill að öllum líki við sig Rokkið er aldrei fjarlægt, sérstak­ lega ekki rokk áttunda áratugarins. Um þessar mundir syngur Eyþór með sveitinni Rock Paper Sisters, sem innblásin er frá þessum tíma. Ertu gömul sál? „Já. Frá því ég var unglingur hef ég alltaf verið talinn eldri en ég er. Kannski af því að ég lít þannig út eða tala á þann hátt. Að minnsta kosti hef ég eignast vini sem eru umtalsvert eldri en ég.“ Stefnir þú að því að reyna að „meikaða“? „Ég hugsa þetta ekki þannig. Takmark mitt er frekar að reyna að semja meiri tónlist og koma fram á fleiri stöðum. Bæði undir mínu eigin nafni og til dæmis með þessari nýju hljómsveit. Vitaskuld væri gaman að halda utan og spila kannski einhvern túr þar en það er ekki takmark í sjálfu sér.“ Tekur þú gagnrýni nærri þér? „Ég er orðinn tiltölulega þjálf­ aður í því að tala við fólk, til dæm­ is eftir böll, sem lætur ýmislegt Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! „Ég mátti ekki klúðra þessu fyrir Ís- lendingum, þeir verða svo sárir. „Langt fram eftir lék ég mér mikið við stelpur, þegar strákarnir fóru að hafa áhuga á fót- bolta leiddist mér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.