Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 36
36 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018
„Eina
platan á
heimilinu“
H
allgrímur Helgason er
einn besti og þekktasti rit-
höfundur þjóðarinnar en
eftirminnilegasta jólagjöf-
in hans er þó ekki úr heimi bók-
anna heldur tónlistarinnar:
„Eina jólagjöfin sem ég man
eftir úr æsku er lítil 45 snúninga
hljómplata sem Else, dönsk vin-
kona mömmu í Köben, sendi fjöl-
skyldunni jólin 1970 af því hún
vissi að von var á plötuspilara inn á
heimilið. Þetta var smáskífan „Oye
Como Va“ með Santana. Í nokkra
mánuði var þetta eina platan á
heimilinu og við systkinin spiluð-
um hana í drep. Sándið var hreint
ótrúlegt, lagið frábært, og ég bara
komst ekki yfir þetta fyrirbæri sem
tónlist í stofu var og stóð heilu eft-
irmiðdagana yfir plötuspilaranum
og „horfði á“ lagið. „Oye Como Va“,
sem var upphaflega samið af Tito
Puente, hefur allar götur síðan átt
heitan sess í hjarta mínu. Í áttunni
(níunda áratugnum) í Ameríku
hitti ég svo eitt sinn stelpu sem
hafði deitað Carlos Santana og er
það það næsta sem ég hef komist
guði.“
Besta bók Hallgríms?
Nýjasta skáldsaga Hallgríms heit-
ir Sextíu kíló af sólskini en í henni
er fjallað um mikla umbrotatíma í
íslenskri sögu. Hér er sagt frá því
þegar nútíminn sigldi til hafnar
á Norðurlandi og Norðmenn
námu landið öðru sinni. Dreng-
ur sem bjargast fyrir kraftaverk
hlýtur að eiga framtíð en það
er eins og forlögin geti ekki gert
upp við sig hver sú framtíð eigi
að vera. Á hann að vera eftir-
læti kaupmannsins á Fagur-
eyri, þræll á framandi duggu
eða niðursetningur hjá kot-
ungum í Segulfirði? Í stöðnuðu
samfélagi torfaldar eru ekki
fleiri möguleikar, en svo kemur
síldin! Öreigar landsins sjá pen-
inga í fyrsta sinn og allt breytir
um svip.
Bókin hefur fengið frábærar
viðtökur og Egill Helgason sagði
nýlega í bókmenntaþættinum
Kiljunni á RÚV að hann teldi
þetta vera bestu bók Hallgríms
til þessa. n
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
n Hallgrímur Helgason segir frá eftirminnilegustu jólagjöfinni