Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Síða 36
36 FÓLK - VIÐTAL 23. nóvember 2018 „Eina platan á heimilinu“ H allgrímur Helgason er einn besti og þekktasti rit- höfundur þjóðarinnar en eftirminnilegasta jólagjöf- in hans er þó ekki úr heimi bók- anna heldur tónlistarinnar: „Eina jólagjöfin sem ég man eftir úr æsku er lítil 45 snúninga hljómplata sem Else, dönsk vin- kona mömmu í Köben, sendi fjöl- skyldunni jólin 1970 af því hún vissi að von var á plötuspilara inn á heimilið. Þetta var smáskífan „Oye Como Va“ með Santana. Í nokkra mánuði var þetta eina platan á heimilinu og við systkinin spiluð- um hana í drep. Sándið var hreint ótrúlegt, lagið frábært, og ég bara komst ekki yfir þetta fyrirbæri sem tónlist í stofu var og stóð heilu eft- irmiðdagana yfir plötuspilaranum og „horfði á“ lagið. „Oye Como Va“, sem var upphaflega samið af Tito Puente, hefur allar götur síðan átt heitan sess í hjarta mínu. Í áttunni (níunda áratugnum) í Ameríku hitti ég svo eitt sinn stelpu sem hafði deitað Carlos Santana og er það það næsta sem ég hef komist guði.“ Besta bók Hallgríms? Nýjasta skáldsaga Hallgríms heit- ir Sextíu kíló af sólskini en í henni er fjallað um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu. Hér er sagt frá því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Dreng- ur sem bjargast fyrir kraftaverk hlýtur að eiga framtíð en það er eins og forlögin geti ekki gert upp við sig hver sú framtíð eigi að vera. Á hann að vera eftir- læti kaupmannsins á Fagur- eyri, þræll á framandi duggu eða niðursetningur hjá kot- ungum í Segulfirði? Í stöðnuðu samfélagi torfaldar eru ekki fleiri möguleikar, en svo kemur síldin! Öreigar landsins sjá pen- inga í fyrsta sinn og allt breytir um svip. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og Egill Helgason sagði nýlega í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV að hann teldi þetta vera bestu bók Hallgríms til þessa. n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is n Hallgrímur Helgason segir frá eftirminnilegustu jólagjöfinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.