Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 71

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 71
Jólablað 23. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Sígræn jólatré með led-ljósum Skátarnir byrjuðu að selja Sígræna jólatréð – gervijóla-tré – fyrir 25 árum. Þessi tré endast gríðarlega vel, svo vel að þau eru að erfast á milli ættliða. Þetta er innflutt vara, hágæða tré sem hafa reynst mjög vel. Allur ágóði af jóla- tréssölunni fer beint í æskulýðsstarf skátanna,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Skátabúðarinnar. Ekkert barr, ekkert vesen Sígrænu gervijólatrén frá Skátunum eru klárlega mjög góður kostur í þeim tilvikum þegar lifandi jólatré henta ekki. Kristinn telur að notkun gervi- trjáa fari vaxandi. „Margir verða sífellt þreyttari á öllu barrinu, þrifunum og veseninu sem fylgir lifandi trjám og sumir hafa ofnæmi fyrir gróðrinum,“ segir Kristinn en telur þó að lifandi jólatré hafi sannarlega mikla kosti og mikinn þokka til að bera. Sígræna jólatréð sé hins vegar góður valkostur til hliðar við þau: „Það er gott að eiga tréð alltaf niðri í geymslu og þurfa ekki að huga að jólatréskaupum fyrir hver jól. Svo er líka gott að geta byrj- að að skreyta fyrr fyrir jólin, margir eru farnir að skreyta um miðjan des- ember og jafnvel fyrr.“ Sígræna jólatréð frá Skátunum endist gríðarlega vel og er selt með tíu ára ábyrgð. Hægt er að skipta um einstaka greinar á því, eða eins og Kristinn segir sposkur: „Já, það er hægt að fá varahluti.“ Led-tré – lausn á öllum vanda heimsins Mesti hausverkurinn við jólatrés- uppsetningu er líklegast ljósa- serían. Við kaup þarf að huga að dreifingu á ljósum og hversu margra ljósa serían þarf að vera. Hvað þá þegar kemur að því að taka hana niður að jólahátíð lokinni. Þá þarf að finna nógu stóran sívalning til þess að vefja henni utan um svo hún flækist ekki. Það þarf enginn að örvænta því Skátarnir eru byrjaðir að flytja inn stórsnið- ug sígræn jólatré með áföstum led-ljósum. „Það þarf ekki lengur að vesenast með flæktar ljósaser- íur með biluðum perum sem þarf að skipta út og kemur svo í ljós að fást hvergi. Led-tréð er þak- ið litlum hvítum led-ljósum sem veita fallega mjúka birtu. Þeim er fullkomlega dreift svo það eina sem þarf að hugsa um er að setja jólaskrautið á. Það er auk þess miklu betri ending á led-ljósun- um en venjulegum perum,“ segir Kristinn. Gæðatré á góðu verði Þó að Sígræna jólatréð sé inn- flutt er það framleitt í samræmi við fyrirmæli frá Skátabúðinni og hannað með þeim hætti að það líkist sem mest normannsþini, sem Íslendingar þekkja vel. Efnið sem notað er í tréð er þykkara en á flestum öðrum trjám og það er jafnframt ekki eins eldfimt og önn- ur gervitré. Í trénu er þykkara plast en gengur og gerist með gervi- tré, sem veldur því að greinarnar leggjast síður niður við geymslu milli jóla, og tréð virkar eðlilegra þegar komið er við það. Óbreytt verð í þrjú ár Verð hefur ekki breyst í þrjú ár og kostar Sígræna jólatréð frá 5.900 krónum. Mikill fjöldi stærða er í boði og er verðið breytilegt eftir stærðum. Minnstu trén eru 60 sentimetr- ar á hæð og þau stærstu heilir fimm metrar. Stærstu trén prýða anddyri í húsnæði ýmissa stórfyrir- tækja. Sígræna jóla- tréð er til sölu í Skátabúðinni, Hraunbæ 123. Opið er alla virka daga í nóvember frá 9–17. Opnunartími frá 1. desember 9–18 alla virka daga, og frá 12–18 um helgar. Sími: 550-9800 Jafnframt er hægt að kaupa trén í vefversluninni sigraena.is. Trén eru heimsend hvert á land sem er. n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.