Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 81

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 81
FÓLK - VIÐTAL 8123. nóvember 2018 íslensku skyri á dag. Margir hefðu fljótt fengið leiða á að torga slíku magni þetta oft en Júlían finnst skyrið sitt alltaf bragðast jafn vel. Ellen Ýr Jónsdóttir, sambýlis­ kona Júlíans, er einnig afreks­ kona í kraftlyftingum og því vænt­ anlega vel gætt að mataræðinu á heimilinu. Þegar farið er út að borða segist Júlían helst reyna að fara á hlaðborð enda yrði líklegast kostnaðarsamt að reyna að full­ nægja orkuþörf þeirra hjúa með hefðbundnum matseðli. „Svo er maður orðinn vanur því að fá sér bara að borða áður en farið er eitthvert út. Gríp eina skyr og fer svo í afmæli eða eitthvað álíka.“ Talar ekki um fórnir Aðspurður vill Júlían ekki kannast við að hafa þurft að færa miklar fórnir til að ná árangri í kraft­ lyftingum og hefur illan bifur á þeirri orðanotkun því merkingin verði neikvæð í þessu samhengi. Í rauninni sé ekki um eiginlega fórn að ræða. „Það felst ekki fórn í að stunda eitthvað sem maður elskar.“ Allt skipulag Júlíans tekur mið af því að æfingarnar komi fyrst og annað á eftir. „Lykillinn er að forgangsraða því sem maður vill mest, setja það ofar því sem maður vill núna,“ segir hann og það verður að játast að í þessu viðhorfi felst mikill speki sem væri ekki úr vegi að fleiri, hvort sem um íþróttaiðkun lífið sjálft er að ræða, tileinkuðu sér. Þetta viðhorf Júlíans endur­ speglast í því hvernig hann tekst á við þau mörgu verk sem hann sinnir í daglegu lífi. Líkt og áður segir, sinnir Júlían vinnu sam­ hliða lyftingunum og í dag vinn­ ur hann hlutastarf við með­ ferðarheimilið á Stuðlum og er jafnframt í háskólanámi í sagn­ fræði þar sem hann hefur lokið tveimur árum af þremur. Hann setur kraftlyftingarnar efst, því næst vinnuna og í kjölfarið há­ skólanámið. Ástríðan, lifibrauðið og námið. Því er ljóst að Júlían er sér­ lega upptekinn maður. Þó kemur fyrir að hann fær að slaka á og þykir honum þá gott að skella sér í sund. Segir hann að þrátt fyrir að á Íslandi megi líta fögur fjöll, fossa og fleiri náttúruperlur þá séu það almenningssundlaugarnar okkar sem séu raunverulegu gullmol­ arnir og mælir hann hiklaust með þeim við ferðamenn. Unglingur á þrítugsaldri Flokkar í kraftlyftingum komu blaðamanni spánskt fyrir sjón­ ir. Þar eru 14–18 ára strákar „drengir“ og 19–23 ára menn eru „unglingar“. Það eru því aðeins tvö ár síðan Júlían var unglingur innan kraftlyftinganna. Ástæðuna fyrir þessari undarlegu aldurs­ skipan telur Júlían að megi rekja annars vegar til þess hversu lang­ ur líftími íþróttamanna er inn­ an íþróttarinnar og hins vegar til aldursskiptingar á milli banda­ rískra skólastiga. Þrátt fyrir að teljast til unglinga til 23 ára aldurs þá lendir Júlían stundum í því að vera talinn mun eldri en hann er. Þegar hann var 19 ára gamall setti hann Íslands­ met í unglingaflokki og af því til­ efni var birt mynd af honum í fréttum sem sýndi hann í miðri hnébeygju, með 340 kíló á bak­ inu, og eðli málsins samkvæmt rauður í framan. Þá var skrifað í athugasemd við fréttina „Ung­ lingur? Þessi gæi er fimmtugur.“ Hafði Júlían þó bara gaman af enda góð saga til að deila með öðrum. Átti meira inni Hans mesta afrek til þessa vann Júlían svo þann 10. nóv­ ember þegar hann tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu, fyrst með því að lyfta 398 kíló­ um og því næst 405 kílóum. Áður hafði Júlían náð að lyfta 400 kílóum á Evrópumóti í maí, en fékk það ekki staðfest vegna tæknigalla í hnébeygju­ lið keppninnar. Þágildandi heimsmet Bandaríkjamanns­ ins Brads Gillingham var 397,5 kíló og ákvað Júlían því fyrst að reyna við 398 kíló og slá þar með heimsmetið, en þegar sú lyfta gekk vonum framar og hann orðinn heimsmets­ hafinn, þá fann hann að hann ætti meira inni og ákvað því að nýta þá tilraun sem eftir var í að gera gott um betur. Það hafði verið markmið hjá hon­ um að komast upp fyrir 400 kíló og í samráði við þjálfara sinn ákvað Júlían að gera at­ lögu að 405 kílóum, en þar með gæti hann tryggt sér fjórða sæti á mótinu. „Þetta var magnað,“ segir Júlían um þá ótrúlegu til­ finningu sem greip hann þegar hann tók um stöngina og gerði sér grein fyrir að hann gæti rétt fyllilega úr sér og bætt sitt eig­ ið met, aðeins skömmum tíma eftir að hann setti það. Þótt Júlían reyni yfirleitt að æsa sig upp fyrir lyftur til að koma sér í gang hugsaði hann þó: „Jæja Júlían, nú verður þú að vera rólegur og vanda þig“, áhorfendur í salnum fögnuðu honum ákaft og hvöttu áfram og er Júlían minnisstæð­ ur þulurinn á keppninni, gamall gráhærður Svíi með þykkt yfirvaraskegg sem öskr­ aði í hljóðnemann: „Koma svo HÚH“. Síðan brutust út mikil fagnaðarlæti þegar íslenski vík­ ingurinn Júlían, reif upp heil 405 kílógrömm og bætti sam­ tímis met Bandaríkjamannsins upp um 7,5 kíló. Á traustum fótum Það er deginum ljósara að Júlían er kominn til að vera í kraftlyftingum og hann stend­ ur traustum fótum innan geirans, en hann stendur lík­ lega oftast traustum fótum því hann er svo fótastór að hann notar hvorki meira né minna skóstærð númer fimmtíu. „Ég hef aldrei búið við þann munað að þróa með mér ein­ hvern skósmekk.“ Það eru ekki margar búðir sem bjóða upp á svo stóra skó, og þær búðir sem það gera hafa þá ekki í miklu úrvali. Júlían kaupir því helst skó í gegnum vefsíður eða að utan. Skósmekkurinn er því „það sem er í boði“. Fyr­ ir hefur komið þegar hann fal­ ast eftir skóm í sinni stærð þá bjóði afgreiðslufólk honum skó sem jafnvel eru þremur stærð­ um minni en hann þarf og hann spurður hvort það gangi ekki bara. Afgreiðslufólkið er þá kannski óvant mönnum með jafngóðar undirstöður og Júlían hefur. Þrátt fyrir tæplega ára­ tuga reynslu af kraftlyfting­ um þá er Júlían aðeins búinn að keppa í tvö ár í fullorðins­ flokki og árangur hans hingað til að dáunarverður. Ekki er óal­ gengt í þessum bransa að ná sínum besta árangri eftir þrí­ tugt og að sögn Júlíans þá voru flestir þeir sem hann atti kappi við á síðasta heimsmeistara­ móti töluvert eldri en hann. Fyrirmyndir Júlíans, sem einu sinni virtust svo ósnertanlegar og fjarri honum, finnst honum nú færast honum sífellt nær, en Júlían er hvergi nærri hættur og ætlar sér langt. „Auðvitað veit maður ekki hvað verður, en ég stefni hærra. Ég er 25 ára núna og á mörg ár eftir.“ Á þessum orðum kveðjum við Júlían Jó­ hann Karl Jóhannsson, sterkan mann með langt og sterkt nafn, sem á langan og farsælan feril framundan. Hann er nefnilega bara rétt að byrja. n „Unglingur? Þessi gæi er fimmtugur Bjóðum uppá frítt söluverðmat Grensásvegi 13, 108 Reykjavík / S: 570 4800 Næsti kafli hefst hjá okkur Júlían og hvolpurinn Stormur á æfingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.