Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 86

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Page 86
86 23. nóvember 2018 R ússneska byltingin 1917 var einn merkasti pólit­ íski atburður síðustu aldar og hefur sett mark sitt á heimsmálin síðan. Þessi blóð­ uga bylting batt enda á valda­ tíð Romanov­fjölskyldunnar. Í byltingunni náðu bolsévikar, und­ ir forystu Vladimírs Lenín, að komast til valda og binda enda á valdatíð keisarans. Bolsévikar urðu síðar Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna. Hér verður stikl­ að á stóru um aðdraganda rúss­ nesku byltingarinnar, Október­ byltinguna, og hana sjálfa. Öldum saman höfðu keisar­ ar ráðið lögum og lofum í Rúss­ landi en með byltingunni 1917 var endi bundinn á völd þeirra. Byltingin hafði mikil áhrif á stjórnmál og félagsmál og lagði grunninn að stofnun Sovétríkj­ anna. Allt gerðist þetta á skömm­ um tíma en undir friðsælu yfir­ borðinu hafði óánægja Rússa kraumað öldum saman. Í upphafi tuttugustu aldar­ innar var Rússland eitt fátækasta ríki Evrópu. Landbúnaður var mikilvægur og kotbændur voru fjölmargir. Stétt fátækra verka­ manna fór sístækk­ andi. Í vestan verðri álfunni var litið á Rússland sem vanþróað ríki. Undir stjórn keisarans voru bændur neyddir til að þjóna landeigendum, aðalsmönnum, langt fram eftir nítjándu öldinni. Í vestanverðri Evrópu hafði þetta fyrirkomulag lagst af við lok mið­ alda. Það var ekki fyrr en 1861 sem Rússar aflögðu þetta fyrirkomu­ lag. Það hafði síðan áhrif á þá at­ burðarás sem endaði með rúss­ nesku byltingunni því með þessari breytingu fengu bændur meira frelsi til að skipuleggja sig. Byltingin 1905 Iðnvæðingin hófst mun síðar í Rússlandi en í vestanverðri Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar hún hófst loks um aldamótin hafði hún strax mikil félagsleg og stjórn­ málaleg áhrif. Frá 1890 til 1910 tvöfaldaðist næstum því til dæm­ is íbúafjöldi St. Pétursborgar og Moskvu. Þetta hafði í för með sér mikil þrengsli og slæm lífsskil­ yrði hinnar nýju stéttar rússneskra verkamanna. Mikil mótmæli rúss­ neskra verkamanna gegn ein­ veldinu enduðu með miklu blóð­ baði 1905 en þá drápu hersveitir keisarans mörg hundruð óvopn­ aða mótmælendur. Fjöldamorðið hratt af stað byltingu 1905 en reið­ ir verkamenn gripu þá til um­ fangsmikilla verkfalla um allt land. Keisarinn, Nikulás II., brást við þessu með því að heita umbótum á þinginu til að það gæti unnið að endurbótum. Rússar blönduðu sér í fyrri heimsstyrjöldina í ágúst 1914 og studdu Serba og franska og breska bandamenn þeirra. Þátt­ takan í stríðinu reyndist afdrifa­ rík fyrir Rússa. Hernaðarlega séð höfðu þeir ekki roð við hinu iðn­ vædda Þýskalandi og mannfallið var meira en hjá nokkurri annarri þjóð í stríðum fram til þessa. Mat­ ar­ og eldsneytisskortur herjaði á Rússlandi og verðbólgan fór upp úr öllu valdi. Allt var þetta til að kynda undir óánægju þjóðarinnar. Þetta og ýmislegt annað sem gerðist í stjórnmálum og hjá keisarafjölskyldunni endaði síðan með að mótmælendur streymdu út á götur St. Pétursborgar (sem hét þá Petrograd) í febrúar 1917 og kröfðust betri lífskjara. Þeim lenti saman við lögregluna en neit­ uðu að gefa sig. Í mars var her­ inn kallaður út til að bæla upp­ reisnina niður og voru margir mótmælendur skotnir til bana. En þeir gáfust ekki upp og héldu stöðu sinni á götum borgarinnar. Á endanum fóru hermennirnir að hika. Þann 12. mars var mynduð bráðabirgðaríkisstjórn á þinginu og nokkrum dögum síðar afsal­ aði keisarinn sér krúnunni og þar með var valdatíma Romanov­fjöl­ skyldunnar lokið. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar komu á laggirnar frjálslyndum áætlunum um mannréttindi á borð við málfrelsi, jafnræði fyrir lögum og rétti til að mynda stéttar­ félög og fara í verkföll. Ríkisstjórn­ in var mótfallin ofbeldisfullri fé­ lagslegri byltingu. En óróleikinn í samfélaginu hélt áfram að vaxa. Októberbyltingin Í byrjun nóvember létu bolsévik­ ar, undir forystu Leníns, til skarar skríða og hrundu byltingu af stað. Þeir náðu að velta ríkisstjórninni og taka völdin. Ríkisstjórnin hafði verið saman sett af mönnum úr borgarastéttinni, auðvaldssinn­ um. Lenín kallaði eftir ríkisstjórn sem væri stýrt beint af ráðum her­ manna, bænda og verkamanna. Bolsévikar og bandamenn þeirra tóku stjórnarbyggingar á sitt vald sem og aðra mikilvæga staði og byggingar í St. Pétursborg. Þeir mynduðu síðan ríkisstjórn þar sem Lenín var í forsæti og varð hann þá fyrsti leiðtogi kommún­ istaríkis. Í kjölfar valdatöku bolsévika braust út borgarastyrjöld í Rúss­ landi en þar tókust á Rauði herinn og Hvíti herinn. Rauði herinn barð­ ist fyrir ríkisstjórn bolsévika. Hvíti herinn var bandlag ýmissa, þar á meðal einveldissinna, kapítal ista og stuðningsmanna lýðræðislegs sósíalisma. Borgarastríðið stóð til 1923 þegar Rauði her Leníns hafði sigrað Hvíta herinn. Í framhaldi af ósigri Hvíta hersins voru Sovét­ ríkin síðan mynduð. Sovétríkin leystust síðan upp 1991 og Rússland varð til á nýjan leik sem og mörg önnur ríki sem höfðu tilheyrt Sovétríkjunum. Ekki þarf að efa að Sovétríkin og síðan Rússland hafa leikið stórt hlutverk á alþjóðasviðinu og mun Rússland væntanlega gera það um ókomna framtíð enda eitt af stórveldum heimsins. n TÍMAVÉLIN - ERLENT Betri Svefn RÚSSNESKA BYLTINGIN Straumhvörf í austanverðri Evrópu „Lenín kallaði eftir ríkisstjórn sem væri stýrt beint af ráðum hermanna, bænda og verkamanna. 1905 Blóðug bylting í rússneska keisaradæminu. Bolsjévíkar Trotsky, Lenín og Kamenev. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.