Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 102

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2018, Side 102
102 23. nóvember 2018JÓL E f þú vilt skipta um trúfélag þá þarf að gera það fyrir 1. desember næstkomandi, annars renna sóknargjöld til núverandi trúfélags allt næsta ár. Þjóðskrá heldur utan um trú- félagaskráningu allra Íslendinga, það gildir um alla, einstaklingur sem er ekki skráður í trúfélag er þá skráður utan trúfélaga og renn- ur sóknargjaldið þá beint í ríkis- sjóð. Fjöldi einstaklinga þann 1. desember á hverju ári er notað- ur til að reikna út framlög ríkisins, eða sóknargjöld, til félaganna. Hver einstaklingur getur lögum samkvæmt einungis verið skráður í eitt skráð trú- eða lífsskoðunar- félag í Þjóð- skrá á sama tíma. Um er að ræða um- talsverða fjármuni, tæplega 12 þúsund krón- ur á hvern einstakling 16 ára og eldri. Rík- ið innheimtir ekki sóknargjöld fyrir einstaka trúfélög heldur er framlagið einfaldlega greitt úr ríkissjóði. Upphæðirnar skipta trúfélög miklu máli og hafa mörg hver auglýst eftir trúfélagaskráningum á samfélagsmiðlum. Miðað við athugasemdir á færslum félaga þá virðist það hafa borið einhvern ár- angur. Samkvæmt tölum Fjársýslu ríkisins voru 2,5 milljarðar króna í sóknargjaldapottinum fyrir árið 2017. Þjóðkirkjan fær langhæstu upphæðina sem stærsta trúfé- lagið, fengu söfnuðirnir rúma tvo milljarða. Aðrir söfnuðir fengu alls 435 milljónir. Þjóðkirkjan fær ofan á þessa tvo milljarða rúm- ar 400 milljónir úr jöfnunarsjóði sókna og tæplega 300 milljónir úr Kirkjumálasjóði. Þetta eru ekki einu tekjur Þjóðkirkjunnar sem greiddar eru úr ríkis- sjóði, í fjár- lagafrum- varpi fyrir árið 2019 er gert ráð 75,9 milljónum úr Kristni- sjóði og 1,8 milljörðum til Biskups- stofu vegna kirkjujarða- samkomu- lagsins, einnig er gert ráð fyrir nokkurri hækk- un á tekjum úr Kirkjumálasjóði og Jöfnunarsjóði sókna. Samkvæmt vef Þjóðskrár eru næstum tveir af hverjum þremur landsmönnum sem búsettir eru hér á landi, eða 65,6 prósent, skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. október síðastliðinn eða rösk- lega 233 þúsund manns. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækk- að um 2.029 manns eða 0,9%. Á sama tíma eru meira en 24 þús- und einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga og fjölg- aði þeim um 1.959 frá 1. desember eða um um 8,7%. Hafa ekkert á móti jólunum Hvað er Bahá’í? „Bahá’í-trúin er upprunnin í Persíu hinni fornu árið 1844 þar sem nú er Íran í dag. Bahá’í-trú- in er heimstrúarbrögð en ekki söfnuður. Opinberandi trúarinnar heitir Bahá’u’lláh. Fjöldi bahá’ía í heiminum telur á milli 7 til 8 milj- ónir manna,“ segir Davíð Ólafs- son, forsvarsmaður Bahá’ía-sam- félagsins á Íslandi. „Bahá’íar trúa því að öll trúarbrögð komi frá einum og sama Guði og hafi verið klæð- skerasniðin að menningu, um- hverfi, og aðstæðum hverju sinni. Segja má að bahá’í-trúin sé sniðin að veröld þar sem þjóðirnar eru nátengdar hver annarri. Bahá’íar hafa 11 helgidaga og þar af eru 9 þar sem bahá’íar eru hvattir til að taka sér frí frá vinnu og koma saman. Að auki hitt- ast bahá’íar oft þess á milli, með- al annars á svokölluðum 19 daga hátíðum, en það er samkoma þar sem bahá’íar koma saman á 19 daga fresti. Oftast er komið saman í bahá’í-miðstöðinni sem inni- heldur einnig þjóðar- skrifstofu okkar. Enn sem komið er ekkert guðshús til staðar en bahá’í- ar eiga musterisland á Kistufelli við Esjurætur sem er fyrirhugað undir framtíðarmusteri.“ Halda bahá’íar jólin? „Bahá’íar halda ekki upp á jólin því við höfum okkar eigin helgi- daga. Að því sögðu hafa bahá’íar ekkert á móti jólunum sem slíkum og vandasamt er að finna ekki þá eftirvæntingu og anda sem fylgir þeim tíma. Að öðru leyti er það ákaflega mikilvægt í lífi bahá’ía að viðhalda einingu og þá ekki síð- ur einingu fjölskyldna, og segjum til dæmis að einhver einstakling- ur sem gerst hafi bahá’íi og hafi tilheyrt fjölskyldu sem alltaf hafi haldið jólin hátíðleg. Ef hann er sá eini í fjölskyldunni sem er bahá’í- -trúar, þá leitast hann við að rjúfa ekki einingu fjölskyldu sinnar og sýnir viðleitni að halda gleðileg jól með henni.“ Lítil kirkja en svipuð öðrum Dan Sommer er safnaðarprestur hjá Postulakirkjunni en hún tel- ur einungis um 25 manns hér á landi. Hann segir: „Postulakirkjan er opið kristið trúfélag sem byggir á orði Jesú og trú frumkirkjunnar. Við leyfum ekki „guðfræði“ að koma upp á milli okkar. Ef einhver ágreiningur er þá er það orð Jesú sem við fylgj- um.“ Að öðru leyti er Postulakirkj- an hefðbundin kristin kirkja með svipaðar athafnir og aðrar. „Við hlutumst ekki til um pólitík eða lífsskoðanir félaga. Við stund- um ekki trúboð óboðin og höfum enga löngun til að segja öðrum fyrir verkum. Við teljum að ríki og kirkja eiga að vera aðskilin. Sem forstöðu- maður trúfélags mæli ég ekki með fóstureyðingu og er persónulega andvígur þeim nema í mjög sérs- tökum tilfellum, en ég mundi aldrei reyna að hafa áhrif á lagasetn- ingu. Ég hef enga trúarlega skoðun á samkynhneigð, enda vék Jesú ekki að því eina orði, né heldur post- ularnir 12. Við myndum sjálfsagt framkvæma hjóna- vígslu fyrir samkynhneigt par ef þess yrði óskað.“ Dan segir jólin hjá Postula kirkjunni svipuð og hjá Íslendingum almennt. „Jólin sem við þekkj- um frá íslenskum siðum er blanda af „Yule“-hátíð ljóssins og guðspjallasögur um fæðingu Jesú.“ Fundir og umræður um þjóðfélagsmál Vésteinn Valgarðsson er forsvars- maður trúfélagsins Díamat sem telur á bilinu 70 til 80 félaga. Hann segir þetta ekki vera trúarbrögð sem slík heldur trúlausa lífs- skoðun sem nefnist díalektísk efn- ishyggja. „Þetta er samstæð hugmynd um eðli efnisheimsins og samfé- lagsins, sérstaklega um eðli þró- unar og breytinga. Þetta eru ekki framandi hugmyndir. Við trúum ekki á yfirnáttúru. Heilastarfsemi og félagsleg tengsl eru forsenda hugmynda, vilja, siðferðis og alls sem er kallað sálarlíf. Vísindaleg aðferð er haldbesta leið okkar til að öðlast vitneskju. Mönnunum vegnar best þegar þeir hjálpast að við sameiginleg viðfangsefni, frekar en að keppa hver við annan eða nota hver annan.“ Vésteinn og félagar halda mánaðarlega fundi með framsögu og umræðum. Þar eru lítil form- legheit og ýmis þjóðfélagsmál rædd svo sem réttlætismál, geð- heilsa, uppeldi og fleira. Jólahald er ekki mjög frumlegt að mati Vé- steins. „Á mínu heimili reynum við að leggja sem mest upp úr því að hafa það notalegt saman. Og gera hreint fyrst. Fyrir utan að ég er í Díamat er konan mín í Ásatrúar- félaginu, þannig að það er engin eftirspurn eftir jesúbörnum heima hjá mér. Hins vegar eru jóla- sveinarnir vinsælir. Þeir eru ekki bara skemmtilegir, heldur líka gagnleg kennsla fyrir börn í því að sjá í gegnum ævintýri.“ n HANDKLÆÐI, ÞVOTTASTYKKI, TEPPI OG RÚMFÖT TÖKUM AÐ OKKUR AÐ MERKJA Fráb ært í jólagjöfina Malarhöfða 2 • 110 Reykjavík • lost.is • lost@lost.is • Sími 581 3330 Sálarkapphlaup fyrir jól Hver skráning skiptir minnstu trúfélögin miklu máli „Við teljum að ríki og kirkja eiga að vera aðskilin Ari Brynjólfsson ari@dv.is Dan Sommer Myndi aldrei reyna að breyta löggjöf um fóstureyðingar. Davíð Ólafsson Bahá’íar eiga land við Esjurætur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.