Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 20
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 20 TMM 2015 · 2 þá sérstaklega flutning á verkum gömlu kempnanna (misgömlu þó), sem smyr skrifstöðvarnar eins og örvandi efni. Þessa dagana hlustar Tóti meira á óperutónlist þegar hann skrifar svo hann á til að blasta Pavarotti yfir allt hús meðan ég er með píanóið í heyrnartólunum. Um daginn gleymdi ég mér þó í sjö klukkustundir með blússandi Mahler á rípít og hef sennilega gleymt að skipta um stellingu því ég gat ekki gengið daginn eftir út af verkjum, ég hélt ég væri orðin ein af þessum konum sem fæða barn óforvarindis, án þess að vita af getnaðinum fyrr en í miðjum hríðum. Stundum þarf ég takt og hlusta á Lady Gaga, TATU, Siu eða bara Kraftwerk. Já, það er annaðhvort píanótónlist í klassískum anda eða tónlist með miklum takti. Samt, það var Neil Young, tónlistin í Dancer in the Dark og David Bowie þegar ég skrifaði Fólkið í kjallaranum. Stundum Charles Mingus eða Ella Fitzgerald, eitt- hvað djassað, þegar ég er að glósa hugmyndir. Spænskt dósapopp þegar ég skrifaði Vetrarsól, eins og lagið um samkynhneigða hryðjuverkamanninn frá Teheran úr einhverri Almadovar-myndinni. Nýja sagan, sem ég er að skrifa núna, hefur notið góðs af tónsmíðum Daníels Bjarnasonar jafnt sem Kate Bush. Svo um daginn fór ég á tónleika með Víkingi Heiðari hérna í Berlín, þar sem hann spilaði í gamalli verksmiðjuskemmu í boði læknis nokkurs, mjög svo prúðbúins með þverslaufu, sem safnar eldgömlum flyglum og býður upp á ennþá eldra rauðvín í hléinu. Ég hafði ekki tölu á flyglunum þarna inni en eftir nokkra rauðvínssopa, um það leyti sem píanistinn var á lokatónunum í hljómmiklu verki eftir Schumann, vissi ég allt í einu, eða öllu heldur loksins, hvernig nýja sagan ætti að enda. Vissan magnaðist upp í trylltum fagnaðarlátunum á eftir, þó að þau beindust að Víkingi en ekki mér. Þú leikur á píanó? Ég lærði hjá Helgu afasystur minni sem var píanókennari í Reykjavík, hún var mjög hógvær kona og sagði alltaf að afi minn [Halldór Laxness] væri athyglissjúkur, hún borðaði alltaf hjá okkur á sunnudögum en bjó í íbúð á Laugavegi og stytti sér stundir við það að horfa á fólkið út um gluggann og vildi stundum ekki koma uppeftir afþví hún vildi frekar horfa á fólkið. Mér fannst gaman að fara í tímann afþví að hún bakaði alltaf handa mér appelsínuköku, svo fékk ég mjólk í pínulitlu glasi á eftir. Hún hafði lært í Leipzig þegar hún var ung. Mér þótti mjög vænt um hana. Hún var yfir sig hrifin af Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara og horfði alltaf á sápuóperu á Stöð 2 ruglaða. Hún var örugglega tónelskasta manneskja sem ég hef hitt, elskaði að hlusta á óperur, kenndi krökkum að spila í litlu íbúðinni á horni Snorrabrautar og Laugavegs. Hún var lærður einleikari en hún var of feimin til að koma fram. Flugbeitt í öllu sem hún sagði, samt svona hógvær og ofsalega fínleg kona. Þegar hún dó hjálpaði mamma mér að skrifa minn- ingargrein um hana, ég var átján ára og fékk mikið hrós fyrir en eiginlega var það mamma sem skrifaði greinina, bara svo það komi nú loksins fram; þær voru svo nánar. Helga var barnlaus og bjó alltaf ein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.