Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Page 39
H e i ð u r s l a u n l i s t a m a n n a
TMM 2015 · 2 39
manni sem almennt er talinn hafa skarað fram úr? Er þá kannski tryggara
að starfsævinni sé u.þ.b. að ljúka þegar þakka á fyrir vel unnin störf? Hvernig
skila menn miklum árangri í listum? Hvernig ber að skilgreina listhugtakið
og um hvaða listform er að ræða? Með fullri virðingu fyrir heiðurslista-
mönnum nútíðar og fortíðar þá er heldur ekki óeðlilegt að spurningar vakni
um hvort heiðurslistamenn séu endilega alltaf og í öllum tilvikum þeir sem
skarað hafa fram úr á sínu sviði.
Í lögum um heiðurslaun eru engu að síður nokkur nýmæli ef borið er
saman við hefðir fortíðar. Í fyrsta lagi er forseta Alþingis falið að skipa nefnd
þriggja manna sem allsherjar- og menntamálanefnd leitar umsagnar hjá um
þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna. Þessi valdalausa
umsagnarnefnd er því mögulega fyrsta aðkoma utanaðkomandi fagaðila
að vali á heiðurslistamönnum, ef hún verður virkjuð. Tilnefningaraðilar
í nefndina eru ráðherra menningarmála, Bandalag íslenskra listamanna
og samstarfsnefnd háskólastigsins. Í öðru lagi er upphæð launanna tengd
upphæð listamannalauna en þegar listamaður verður sjötugur nema þau
80 % af listamannalaunum. Í þriðja lagi er að finna í lögunum ákvæði, sem
greinilegt er að tengist Þráni Bertelssyni kvikmyndagerðarmanni og fyrrum
þingmanni og gagnrýni á heiðurslaun hans samhliða þingfararkaupi.35
Ákvæðið veitir ráðherra „heimild, samkvæmt ósk þess sem nýtur heiðurs-
launa, til að ákveða að listamaður geti afsalað sér heiðurslaunum tímabundið
vegna annarra starfa en haldið sæti sínu á heiðurslaunalistanum.“36 Í fjórða
og síðasta lagi er kveðið á um að ákvarðanir um nýja heiðurslistamenn
skuli taka tillit til skiptingar í hópi heiðurslistamanna eftir listgreinum og
kyni. Þarna myndast því snertiflötur milli þessa afmarkaða hluta menn-
ingarstjórnmála á Íslandi og áherslu síðustu ára um að jafna hlut kynjanna
í opinberu lífi. Það að jafna hlut ólíkra listgreina getur ennfremur reynst
snúið og fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig unnið verður eftir þessu
ákvæði í framtíðinni.
Gildi og staða heiðurslauna listamanna
Til að örva listastarfsemi beita íslensk stjórnvöld ýmsum ráðum en rekstur
menningarstofnana og beinn stuðningur við listamenn í formi launa-
greiðslna og styrkja er þeirra á meðal. Þetta tvennt myndar meginstoðir
menningarstefnu ríkisins eins og hún snýr að listum og hefur verið fram-
kvæmd á Íslandi á undanförnum árum. Fjárlög eru aðal stefnumótunartæki
ríkisins en innan þeirra hafa heiðurslaun listamanna nokkra sérstöðu og eru
nokkuð utangarðs í menningarstefnu ríkisins. Við framkvæmd nánast allra
annarra þátta í stefnunni kemur framkvæmdavaldið við sögu, ráðherrar og
ráðuneyti, en hvað varðar heiðurslaunin er hlutverk mennta- og menningar-
málaráðuneytis einungis að hafa milligöngu um greiðslu launanna.
Átök á milli stjórnmálamanna eða flokka um hverjum beri að fá heiðurs-