Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Side 61
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a TMM 2015 · 2 61 fékk prófessorsstöðu við sama háskóla í þýsku og þýskum bókmenntum árið 1830. Tíu árum síðar, 1840, kom heildarútgáfa af ljóðum hans og fékk það undarlega nafn Unpolitische Lieder (Ópólitísk ljóð). Nafnið hlýtur að segja okkur þá sögu að pólitískur kveðskapur hafi þá verið til en prófessor von Fallersleben hélt sig á mottunni og orti um lífið, dauðann og ástina, eins og skáldum ber. En æ, æ Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann, eins og hann Hallgrímur okkar Pétursson orti um Pétur postula. Sérstaklega eitt ljóða Hoffmanns von Fallersleben átti heldur betur eftir að draga á eftir sér pólitískan dilk. Dilkurinn sá hefur í áranna rás tekið á sig ýmsar myndir, rómantísk og lagðprúð gimbur, stórhyrndur og illvígur hrútur, hræðileg ófreskja. Úti fyrir strönd Fríslands liggur eyjan Helgoland. Á dögum Hoffmanns von Fall- ersleben var hún breskt yfirráðasvæði, Bret- arnir voru nú einu sinni þeir sem skyldu „rule the waves“. En á þeim árum var enginn ófriður með Bretum og Þjóðverjum og þýska miðstéttin var farin að njóta lífsins með sólar- og sjóböðum og margur þýskur embættis- maður, sem þá var eingöngu karlmaður, skrapp í bað til Helgolands. Og þar sat okkar maður, August Heinrich Hoffmann von Fallersleben, klæddur þeirra tíma siðsamlegu baðfötum sem huldu bæði læri og búk, 26. ágúst 1841 og fannst hann vera kominn langt að heiman. Langt frá föðurlandinu. Og guð skáldanna, sjálfur Apollon hvíslaði í eyra hans: Deutschland, Deutschland über alles, Über alles in der Welt, Wenn es stets zu Schutz und Trutze Brüderlich zusammenhält. Sem mætti þýða svona: Þýskaland, Þýskaland, þar sem bræðrabandið er sterkara en annars staðar í veröldinni hvað varðar vörn og úthald. Skáldið sat í sandinum lengi dags og ljóðið lengdist. Hann kallaði það Deutschlandlied (Þýskalandsljóð) eða Lied der Deutschen (Ljóð hinna þýsku). Rismikið kvæði, lofsöngur um þýska þjóð og þýska menningu. Höfum við heyrt nokkuð þessu líkt á íslensku, dönsku, norsku og sænsku? Hver á sér fegra föðurland … Det er et yndigt land … Ja, vi elsker dette landet … Du gamla, du fria, du fjällhöga nord … Helgoland
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.