Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Qupperneq 61
Ti l u r ð o g ö r l ö g t v e g g j a l j ó ð a
TMM 2015 · 2 61
fékk prófessorsstöðu við sama háskóla í þýsku og þýskum bókmenntum árið
1830.
Tíu árum síðar, 1840, kom heildarútgáfa af ljóðum hans og fékk það
undarlega nafn Unpolitische Lieder (Ópólitísk ljóð). Nafnið hlýtur að segja
okkur þá sögu að pólitískur kveðskapur hafi þá verið til en prófessor von
Fallersleben hélt sig á mottunni og orti um lífið, dauðann og ástina, eins og
skáldum ber. En æ, æ
Það sem helst hann varast vann
varð þó að koma yfir hann,
eins og hann Hallgrímur okkar Pétursson orti um Pétur postula. Sérstaklega
eitt ljóða Hoffmanns von Fallersleben átti heldur betur eftir að draga á eftir
sér pólitískan dilk.
Dilkurinn sá hefur í áranna rás tekið á sig ýmsar myndir, rómantísk og
lagðprúð gimbur, stórhyrndur og illvígur hrútur, hræðileg ófreskja.
Úti fyrir strönd Fríslands liggur eyjan
Helgoland. Á dögum Hoffmanns von Fall-
ersleben var hún breskt yfirráðasvæði, Bret-
arnir voru nú einu sinni þeir sem skyldu
„rule the waves“. En á þeim árum var enginn
ófriður með Bretum og Þjóðverjum og þýska
miðstéttin var farin að njóta lífsins með sólar-
og sjóböðum og margur þýskur embættis-
maður, sem þá var eingöngu karlmaður, skrapp í bað til Helgolands. Og þar
sat okkar maður, August Heinrich Hoffmann von Fallersleben, klæddur
þeirra tíma siðsamlegu baðfötum sem huldu bæði læri og búk, 26. ágúst 1841
og fannst hann vera kominn langt að heiman. Langt frá föðurlandinu. Og
guð skáldanna, sjálfur Apollon hvíslaði í eyra hans:
Deutschland, Deutschland über alles,
Über alles in der Welt,
Wenn es stets zu Schutz und Trutze
Brüderlich zusammenhält.
Sem mætti þýða svona: Þýskaland, Þýskaland, þar sem bræðrabandið er
sterkara en annars staðar í veröldinni hvað varðar vörn og úthald.
Skáldið sat í sandinum lengi dags og ljóðið lengdist. Hann kallaði það
Deutschlandlied (Þýskalandsljóð) eða Lied der Deutschen (Ljóð hinna þýsku).
Rismikið kvæði, lofsöngur um þýska þjóð og þýska menningu.
Höfum við heyrt nokkuð þessu líkt á íslensku, dönsku, norsku og sænsku?
Hver á sér fegra föðurland …
Det er et yndigt land …
Ja, vi elsker dette landet …
Du gamla, du fria, du fjällhöga nord …
Helgoland