Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2015, Síða 76
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 76 TMM 2015 · 2 verunni saman og fer á heilsuhæli. Heilsuhælið er dularfullur staður þar sem læknarnir eru aðeins klikkaðri en sjúklingarnir og önnur lögmál gilda en í hversdagsheiminum. Þar er t.d. hægt að lifa lífinu án þess að verða særður eða særa aðra (92). Watanabe kemst smátt og smátt að raun um að það sem er horfið kemur ekki til baka og hann tekst á við sársaukann og samviskubitið sem skýtur rótum þegar sorgin rénar (224). Tómarúmið sem hann er staddur í má túlka bæði sem endalok alls eða upphaf nýs lífs – allt eftir innræti og bjartsýni lesandans. Í sögunni er mikið um kynlífslýsingar og sjálfsagt hefur hún þótt býsna berorð þegar hún kom fyrst út árið 1987. Vitaskuld leika kynhvöt og kynlíf stórt hlutverk í þroskasögu ungs fólks og tæplega hægt að sleppa því efni eða tala undir rós. Kannski er það ein skýringin á fáránlega háum sölutölum bókarinnar í Japan, formúla sem samanstendur af kynlífi, ást og geðveiki virkar yfirleitt vel. Á tvítugsafmæli Naoko hafa þau Watanabe samfarir í fyrsta og síðasta sinn og upp frá því er hann að velta því fyrir sér hvort það hafi ýtt henni út í hyldýpið. Eftir þetta skipti gengur stopult kynlíf þeirra út á að hún veitir honum fullnægingu en þiggur ekkert sjálf. Kyn- lífslýsingar Murakami eru stundum pirrandi karlhverfar3 en vegna ljóð- rænnar erótíkurinnar sem einkennir þær er honum margt fyrirgefið. Stíll bókarinnar er mjúkur, ljóðrænn og nostalgískur, hann er kannski eins og ein sögupersóna lýsir því hvernig Watanabe talar: líkt og verið sé að dreifa gifs- blöndu, jafnt og mjúklega (56). Þýðingin er gullfalleg hjá Ugga og væntanlega hefur hann notað enska þýðingu Jay Rubin sem Murakami sjálfur blessaði á sínum tíma.4 Norwegian Wood er kannski ekki besta bók Murakami en í henni má finna allt það sem aðdáendur Murakami leita að: einsemd, trega, ást og dulúð í djúpum, heimspekilegum og myndrænum texta sem sífellt snýr upp á sig og endurnýjast við hvern lestur. Hinn litlausi karl Ingunn Snædal þýddi nýjustu skáldsögu Murakami um Hinn litlausa Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans (2014) sem veltist einn um í heiminum með svíðandi hjartasár. Þýðing Ingunnar er ekki hárnákvæm en rennur afskaplega vel og eðlilega. Á menntaskólaárunum var Tsukuru í góðum og samhentum vinahóp (tvær stelpur og þrír piltar og öll hétu eftir litum nema hann) en dag einn er honum skyndilega úthýst úr hópnum, án skýringa. Næstu mánuði liggur hann í eymd og volæði og hugsar um það eitt að deyja. Sextán árum síðar er hann ennþá helsærður, einmana með sjálfsmyndina í rúst og haldinn höfnunarótta en þegar hann hittir Söru verður breyting í lífi hans. Hún telur hann á að stíga út úr þægindahringnum, gera upp fortíðina, elta fyrrverandi vini sína uppi og krefjast skýringa. Fyrr geti hún ekki hugsað sér að hafa nokkuð saman við hann að sælda. Þá hefst pílagrímsför Tsukuru til sannleika, þroska og bata.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.